Reykjavíkurborg kynnti vinningstillögu að uppbyggingu Lækjatorgs – hönnunin virðist ekki slá í gegn á meðal fólksins á twitter – ekki gert ráð fyrir strætófarþegum sem þurfa skjól undan vindi
Höfundar endurbótanna við Lækjatorg í Reykjavík, Karres en Brands og Sp(r)int Studios, hlupu aðeins á sig samkvæmt netverjum, sem gagnrýna og hæðast að hönnunartillögu svæðisins.
Líkt og sjá má á myndum sem birtist á twittersíðu Reykjavíkurborgar hafa vinningshafarnir, að vonum sigurreifir, í hönnun sinni gert ráð fyrir mjög opnu svæði, -og vel upplýstu af því sem mætti best lýsa sem risavöxnum geislabaug.
Brot af skoðunum netverja má sjá við tilkynninguna sjálfa hér fyrir neðan en þar virðist fólkið flest sammála um þverrandi notagildi nýja torgsins. Svo virðist sem ekkert skjól hafi ratað á teikningar svæðisins, hvar fólk norpar alla jafna eftir strætó.