Hvað fengu þau sem fóru í verkfall?

Miðlunartillagan færir öllu verkafólki í Eflingu það sama og félagar í Starfsgreinasambandi nema hvað hóparnir sem fóru í verkfall, hótelþernur og bílstjórar, fengu meira.

Hótelþernur færast upp um einn launaflokk, úr 5. launaflokki upp í 6. flokk. Í dag eru laun samkvæmt 5. launaflokk eftir þriggja ára starf 372.761 kr. Samkvæmt miðlunartillögunni eru laun eftir þrjú ár í 6. launaflokki 417.148 kr. Mismunurinn er 44.387 kr. eða 11,9%.

Af þessari hækkun eru 41.982 kr. vegna almennrar hækkunar en 2.405 kr. vegna uppfærslu um flokk. Tölurnar eru eilítið öðruvísi ef við tökum minni eða meiri starfsreynslu, en þetta gefur samt góða mynd. Þær hótelþernur sem fóru í verkfall fengu styrk úr verkfallssjóði sem bætti þeim allan fjárhagslegan skaða af verkfallinu.

Bílstjórar hjá Olíudreifingu og Skeljungi feng 175 kr. hækkun ofan á tímakaup með sérstakri greiðslu vegna aksturs með hættuleg efni. 175 kr. á tímann gera 30.330 kr. á mánuði fyrir dagvinnu.

Bílstjórar hjá Samskipum sem keyra hættuleg efni fengu hækkun um einn launaflokk, úr 13. flokki í 14. flokk. Eftir þrjú ár nemur sú aukahækkun 2.520 kr. Auk þess hækkar álag laun bílstjóra og hafnarverkamanna hjá Samskip um 50 kr., úr 179 kr. í 225 kr. Sú hækkun jafngildir 7.973 kr. á mánuði. Hækkun bílstjóranna hjá Samskipum er því 10.493 kr. umfram það sem samningar Starfsgreinasambandsins. Og þá er miðað við dagvinnu, en hækkanirnar hækka líka yfirvinnuna.

Bílstjórar hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum fengu tekjutap sitt í verkfallinu bætt úr verkfallssjóði.

Miðlunartillagan felur því ekki aðeins í sér að félagsfólk Eflingar fær afturvirkar kauphækkanir þrátt fyrir að það sé nánast regla hjá Samtökum atvinnulífsins að afturvirkni verði ómöguleg hjá þeim félögum sem fara í verkfall, heldur er í tillögunni og sérsamningum, sem voru forsenda hennar, ákvæði um sérstaka hækkun til þeirra sem fóru í verkfall.

Miðað við 25 þús. kr. styrk til félagsmanna í verkfalli fyrir hvern virkan vinnudag má ætla að verkföllin hafi kostað vinnudeildusjóð Eflingar um 200 m.kr. Sjóðurinn er í dag yfir 3 milljarðar króna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí