Íslensk stjórnvöld misnota hælisleitendakerfið

Þetta segir Ögmundur Jónasson sem telur að stjórnvöld mismuni umsækjendum um alþjóðlega vernd hérlendis. Hann gerir meðhöndlun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki að umtalsefni aðsendrar greinar í Morgunblaðinu í dag.

Ögmundur tekur fyrir þá staðreynd að fólk sem hingað komi frá Úkraínu og Venesúela sé tekið opnum örmum á meðan fólk frá öðrum stríðshrjáðum löndum njóti ekki sömu meðferðar. Það sé því ekkert launungarmál að fólk sem NATO-ríki telji skjólstæðinga sína fái aðrar viðtökur en aðrir. Bendir Ögmundur jafnframt á að íslensk stjórnvöld líti greinilega svo á að Venesúelar búi við hættuleg skilyrði vegna stjórnarfars. Móttaka fólksins sé því hápólitísk og byggi á forskrift bandarískra yfirvalda.

„Þetta væri ósvífin fullyrðing væri hún ekki sönn, beinlínis skjalfest í rökstuðningi íslenskrar stjórnsýslu. Í greinargerð kærunefndar útlendingamála frá 18. júlí síðastliðnum þar sem fjallað er um hælisleitendur frá Venesúela er ítarlegur pólitískur kafli um stjórnmálaþróun í Venesúela, samhljóða álitsgerðum bandarísku utanríkisþjónustunnar og stofnunum sem þjóna henni, og jafnframt áþekkur skrifum sem stundum má sjá um flóttann frá „sæluríkjum sósíalismans“ eins og það er kallað í háðungarskyni um ríki sem reyna að endurheimta auðlindir lands síns frá alþjóðlegu auðvaldi; er síðan refsað með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahaginn, innviðir lagðir í rúst og áður en yfir lýkur mannréttindin einnig skert þegar aðförin að þeim verður blóðug og þau grípa til varna,“ skrifar Ögmundur en tekur jafnan fram að hugleiðingar þessar hafi ekkert með það að gera hvort hingað eigi að bjóða velkomið fólk til að lifa og starfa á Íslandi, heldur um grunn hæliskerfisins. Alþjóðleg vernd sé byggð á flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var undir yfirskriftinni „Aldrei aftur“ og vísar til meðferðar á gyðingum í seinni heimstyrjöldinni.

„Við eigum að standa við þessar skuldbindingar og gera það vel. En við eigum líka að verja þessa skipan fyrir misnotkun. Þegar ríkisborgarar ákveðinna ríkja eru teknir fram fyrir aðra á pólitískum forsendum þá er það misnotkun. Ég segi þetta allt að gefnu tilefni. Ég hef nefnilega horft upp á einstaklinga og fjölskyldur annars staðar frá rekið úr landi og að því er ég óttast, út í opinn dauðann. Þetta fólk á sér hins vegar engan bakhjarl í ráðandi öflum veraldar. Og það eru þau öfl sem stilla mannréttindakompás íslenskra stjórnvalda,“ skrifar Ögmundur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí