Kaupmáttur launa skertist um eitt prósent í febrúar

Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 0,4% í febrúar á sama tíma og neysluvísitalan hækkaði um 1,4%. Kaupmáttur launa í landinu lækkaði því um rétt tæpt 1 prósent í febrúar, aðeins einum mánuði. Þetta skerðing jafngildir um 11,1% kaupmáttarrýrnun á ársgrundvelli.

Þetta er voveifleg tíðindi. Fram undan eru tíu mánuðir án launahækkana og engin merki eru um að verðbólgan munu gefa eftir. Það er alla vega ekki mat Seðlabankans sem hækkaði stýrivexti upp í 7,5% í morgun þar sem verðbólguhorfur voru dökkar. Það er því hætt við að kaupmáttur almennings munu spænast upp, óvarinn fyrir verðbólgunni.

Launagreiðslur eru rúmlega 140 milljarðar króna í hverjum mánuði. Launagreiðslurnar í febrúar voru því um 1,4 milljörðum króna verðminni í febrúar en í janúar. Það er gjaldið sem launafólk greiddi fyrir verðbólguna. Til þeirra sem höfðu hækkað verð á vöru og þjónustu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí