Macron í Kongó meðan Frakkar mótmæltu

Emmanuel Macron, frakklandsforseti, lauk í dag Afríkuför sinni í Austur-Kongó í viðleitni sinni í því að rækta vinatengsl við fyrrum nýlendur í suðri. Á meðan blæs ófriðarbál heima í Frakklandi vegna umdeildra kerfisbreytinga forsetans á eftirlaunakerfi almennings, en til stendur að hækka almennan eftirlaunaaldur úr 62 árum í 64.

Um 3,5 milljónir Frakka sóttu fjöldafundi um landið allt í mótstöðu við fyrirhugaðar kerfisbreytingar Macrons samkvæmt tölum verkalýðssamtakanna CGT. Mat franskra yfirvalda á fjölda mótmælenda er öllu lægra, einungis 1,28 milljónir mótmælendur létu sjá sig samkvæmt þeim. Báðir aðilar eru þó sammála um eitt: Þetta voru fjölmennustu mótmæli Frakklands í manna minnum. Og þeim verður haldið áfram þar til sigur vinnst ef marka Philippe Martinez, formann CGT.

Þrátt fyrir skýran vilja almennings eru stjórnvöld enn staðráðin í að lögfesta frumvarp forsetans fyrir vikulok. Á meðan er allt í lamasessi vegna verkfalla sorphirðumanna, lestarstarfsfólks og orkustarfsmanna. Hvorki Macron né almenningur virðast því sýna neinn sáttahug.

Verði frumvarp forsetans samþykkt mun það koma einna harðast niður á lífeyri kvenna. Samkomur morgundagsins, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, verða því tileinkuð lífsbaráttu þeirra.

Les Rosies á götum Parísarborgar í dag.

Í gær kom Einar Má Jónsson í París að Rauða borðinu og ræddi um stöðina í Frakklandi. Viðtalið við hann má sjá og heyra í spilarnum hér að ofan.

Myndin sem fylgir fréttinni er af Felix Tshisekedi forseta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og Emmanuel Macron Frakklandsforseta ræða saman í ferð Macron til landsins

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí