Emmanuel Macron, frakklandsforseti, lauk í dag Afríkuför sinni í Austur-Kongó í viðleitni sinni í því að rækta vinatengsl við fyrrum nýlendur í suðri. Á meðan blæs ófriðarbál heima í Frakklandi vegna umdeildra kerfisbreytinga forsetans á eftirlaunakerfi almennings, en til stendur að hækka almennan eftirlaunaaldur úr 62 árum í 64.
Um 3,5 milljónir Frakka sóttu fjöldafundi um landið allt í mótstöðu við fyrirhugaðar kerfisbreytingar Macrons samkvæmt tölum verkalýðssamtakanna CGT. Mat franskra yfirvalda á fjölda mótmælenda er öllu lægra, einungis 1,28 milljónir mótmælendur létu sjá sig samkvæmt þeim. Báðir aðilar eru þó sammála um eitt: Þetta voru fjölmennustu mótmæli Frakklands í manna minnum. Og þeim verður haldið áfram þar til sigur vinnst ef marka Philippe Martinez, formann CGT.
Þrátt fyrir skýran vilja almennings eru stjórnvöld enn staðráðin í að lögfesta frumvarp forsetans fyrir vikulok. Á meðan er allt í lamasessi vegna verkfalla sorphirðumanna, lestarstarfsfólks og orkustarfsmanna. Hvorki Macron né almenningur virðast því sýna neinn sáttahug.
Verði frumvarp forsetans samþykkt mun það koma einna harðast niður á lífeyri kvenna. Samkomur morgundagsins, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, verða því tileinkuð lífsbaráttu þeirra.
Les Rosies á götum Parísarborgar í dag.
Í gær kom Einar Má Jónsson í París að Rauða borðinu og ræddi um stöðina í Frakklandi. Viðtalið við hann má sjá og heyra í spilarnum hér að ofan.
Myndin sem fylgir fréttinni er af Felix Tshisekedi forseta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og Emmanuel Macron Frakklandsforseta ræða saman í ferð Macron til landsins