Mikil verðbólga í innlendu byggingarefni

Innlent byggingaefni hækkaði um 2% milli febrúar og mars samkvæmt útreikningum Hagstofunnar á byggingarvísitölunni. Þetta bendir til þess að verðbólgan sé frekar að aukast en minnka. Hækkun milli febrúar og mars á innlendu byggingarefni jafngildir 26,7% verðbólguhraða á ársgrundvelli. Hækkunin síðustu þrjá mánuði jafngildir 14,0% hraða og hækkunin á síðustu sex mánuðum 8,3% verðbólguhraða.

Síðustu tólf mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 10,9%. Þar af hefur innlent efni hækkað um 14,4%, innflutt efni um 11,2% en laun um 9,7%. Þetta sýnir að það er fyrst og fremst hækkanir innlendra framleiðenda sem knýr áfram verðbólguna, ekki laun og ekki erlendar hækkanir í sama mæli.

Neysluvísitalan fyrir mars verður birt í næstu viku. Miðað við hækkanir innan byggingarvísitölunnar ætti fólk að reikna með vaxandi verðbólgu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí