Neytendasamtökin rannsaka tryggingamarkaðinn

Neytendasamtökin fögnuðu 70 ára afmæli í gær.  Í tilefni af þessum tímamótum fengu samtökin fjárstyrk frá Ríkisstjórn Íslands, Viðskipta- og menningarmálaráðuneytinu og VR til þess að vinna ítarlega úttekt á tryggingamarkaði.

Neytendasamtökin voru formlega stofnuð á fjölmennum fundi þann 23. mars 1953. Á fundinum voru lög samtakanna samþykkt og 25 manna stjórn skipuð. Var hugmyndin með svo fjölmennari stjórn að fá sem flesta valinkunna einstaklinga til að ljá málefninu lið strax frá upphafi.

Stofnun hagsmunasamtaka neytenda markaði tímamót og strax frá stofnun létu samtökin til sín taka. Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur var formaður samtakanna fyrstu 15 árin og óumdeildur brautryðjandi neytendaverndar á Íslandi. Margt hefur áunnist á þessum 70 árum en verkefnin eru ennþá ærin.

Hér má sjá og heyra viðtal við Breka Karlsson formann samtakana við Rauða borðið:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí