Reiðialda ríður yfir Frakkland eftir að Macron setti lög framhjá þingi

Mikil reiðialda reis í Frakklandi þegar Emmanuel Macron forseti kaus að grípa til ákvæði stjórnarskrár sem heimilar honum að þröngva lögum fram hjá þinginu. Með þeim hætti vill hann hækka eftirlaunaaldur í landinu úr 62 árum í 64 ár þvert á vilja 70% þjóðarinnar og meirihluta þings.

Fyrirætlunum Macron hefur verið mótmælt undanfarna daga og vikur með kröfugöngum og verkföllum. Mótmælin grófu undan þeim stuðningi sem Macron taldi sig hafa á þinginu. Vinstriflokkarnir, þar sem hin Franska upprisa Jean-Jean-Luc Mélenchon er stærst flokka, er á móti þessum breytingum. Líka Þjóðfylkingin Marine Le Pen sem er ný-hægriflokkur sem vill velferðarkerfi fyrir innfædda Frakka. Það eru hins vegar hefðbundnir hægri flokkar og nýfrjálshyggjuflokkur Macron sjálfs sem eru þarna á milli,. sem vilja ná þessum breytingum í gegn. En eftir því sem andstaðan hefur styrkst og mótmælin orðið háværari, því meira hefur molnað úr fylkingu Macron.

Þá ákvað Macron að grípa til heimildar samkvæmt stjórnarskrá sem heimilar forsetanum í neyðartilfellum að setja lög án samþykktar þingsins. Og við það reis upp mótmælaalda. Mótmælendur hafa lokað umferð á vegum nærri París og öðrum stórborgum. Öryggislögreglunni hefur verið sigað á mótmælendur og handtekið mörg hundruð manns. Það er því barist á götum Frakklands um framtíð lýðræðisins, hvort forsetinn eigi að geta sett lög þvert á vilja þings og þjóðar.

Vinstrisinnar sungu þjóðsönginn í þinginu í gær þegar ljóst var að verða að ekki var meirihluti til að afgreiða frumvarpið og veifuðu slagorðum gegn ráðagerðum um hækkun eftirlaunaaldurs. En til atkvæðagreiðslu kom ekki því Macron kaus á þrýsta á kjarnorkuhnappinn sem kallaður er, að þröngva frumvarpinu fram hjá þinginu og gera það að lögum.

Ástæða þess að þetta er kallað kjarnorkuhnappur er að það er almennt álitið að sá sem nýtir þetta ákveði tortími sjálfum sér um leið. Og um leið og Macron kynnti ákvörðun sína var ljóst að Frakkland er fallið ofan í alvarlega stjórnarkreppu, forsetinn hefur farið gegn vilja þingsins og klárlega mikils meirihluta þjóðarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí