Samkeppnisyfirvöld hefja rannsókn á stöðu leigjenda á bretlandseyjum.

Samkeppnis- og markaðsyfirvöld á bretlandseyjum ætla að hefja rannsókn á samningsstöðu og neytendavernd leigjenda. Ástæða fyrir rannsókninni eru fregnir af íþyngjandi samningsákvæðum sem leigusalar setja leigjendum. Ætla rannsakendur að skoða hvernig mikill húsnæðisskortur hefur gert leigusölum kleift að setja í sífellt fleiri íþyngjandi samningsskilmála, svo sem kröfur um að leigjendur útvegi ábyrgðir. Einnig mun viðhald á fasteignum verða rannsakað, reglugerðir um leigumiðlun og viðskipti við orkufyrirtæki svo eitthvað sé nefnt.

Samtök leigusala í Bretlandi segja að rannsakendur þurfi á sama tíma að skoða og meta hvernig húsaleigulögin geti mætt þörf leigjenda fyrir frekari vernd gegn slæmum leigusölum og hreysishrókum “slumlords”.

Rannsókn samkeppniyfirvalda á samningsstöðu leigjenda gæti endað sem annað bakslag fyrir leigusala á stuttum tíma því þeir mæta brátt nýjum veruleika þegar reglugerð um uppsögn leigusamninga án ástæðu verður felld úr gildi. Við það verða allir leigusamningar ótímabundnir og falla þannig undir eldri reglugerð sem ber heitið “section-8”. Samkvæmt þeirri reglugerð þarf leigusalinn að segja upp leigusamningi í gegnum dómstóla og þarf að gefa upp ríkar ástæður fyrir umsögninni sem skilgreindar eru í reglugerðinni. s.s. að íbúðin sé að fara á uppboð, hann ætli að flytja í í búðina sjálfur, að leigjandi hafi gerst sekur um alvarlegan glæp eða að húsaleiga sé í miklum vanskilum.

Í rannsókninni ætla samkeppnisyfirvöld einnig að skoða stöðu fasteignafélaga og áhrif þeirra á húsnæðisframboð. Brögð hafa verið að því að stór og öflug fasteignafélög sitji á lóðum og byggingaréttum án þess að byggja. Þannig haldi þeir öðrum aðilum frá húsbyggingamarkaði og auki þannig á húsnæðisskort.

Telja samkeppnisyfirvöldin að í núverandi ástandi þar sem fasteignaverð fellur hratt þá muni vandinnn aukast ef ekki verði tekið fyrir uppsöfnun fasteignafélaga á lóðum og byggingaréttum án þess að strangari kröfur um framkvæmdir fylgi ekki með.

Fulltrúar nokkurra fasteignafélaga á bretlandseyjum segja rannsóknina algjört bull því að þeir sem fjárfesti í fasteignaverkefnum hafi enga hvata til þess að sitja á lóðum né byggingaréttum. Upphefja þeir kunnuglegt stef í því samhengi um að húsnæðisskorturinn sé til kominn vegna skipulagsmála sveitarfélaga „Við þurfum að skila fjármagni til hluthafa og því er ekki gott að kaupa mikið af lóðum og sitja á þeim. Vandamálið er skipulagskerfið.“ er haft eftir fulltrúa eins stærsta fasteignafélags bretlandseyja.

Sarah Cardell framkvæmdarstjóri samkeppnis- og markaðseftirlitsins segir í því samhengi að ef ójöfn samkeppnisstaða sé valdur að húsnæðisskorti í landinu þá þurfi að finna orsökina og uppræta. En hún bætir við og segir „En við þurfum líka að vera raunsæ um að aukin samkeppni ein og sér mun ekki koma af stað uppsveiflu í húsbyggingum.” annað og meira þurfi að koma til.

Fréttin birtist fyrst á The Telegraph

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí