Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 1%, upp í 7,5%

Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti um 1% í morgun, upp í 7,5%. Þeir hafa ekki verið svona háir síðan um vorið 2010. Miðað við viðbrögð bankanna hingað til mun þessi hækkun velta fljótt yfir á heimili og fyrirtæki og magna upp fjármagnskostnaðinn.

„Verðbólguþrýstingur heldur áfram að aukast og verðhækkanir ná til æ fleiri þátta,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. „Verðbólga mælist nú 10,2% og undirliggjandi verðbólga er 7,2%. Verðbólguvæntingar til lengri tíma eru enn vel yfir markmiði og raunvextir bankans hafa lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar. Útlit er fyrir að verðbólga verði meiri á næstunni en spáð var í febrúar þótt hægt hafi á húsnæðismarkaði.“

Nefndin bendir á að hagvöxtur hafi verið mikill í fyrra og vel umfram það sem þjóðarbúskapurinn getur staðið undir til lengdar. Innlend eftirspurn hafi aukist meira en gert var ráð fyrir í febrúar og vísbendingar séu um að hún hafi verið kröftugri í ársbyrjun en talið var. Spenna á vinnumarkaði sé líka jafnframt töluverð.

„Við þessar aðstæður er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið er til mikillar spennu í þjóðarbúinu og komandi kjarasamninga. Peningastefnunefnd mun beita tækjum sínum til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið, segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Bandaríski Seðlabankinn mun kynna seinna í dag sýna ákvörðun. Talið var að vextir yrðu hækkaðir þar um 0,25%, upp í 5,0%, en órói á fjármálamörkuðum hefur valdið því að það er ekki eins víst og áður. Vaxtahækkun mun ýta undir óróa og koma skuldugum bönkum, fyrirtækjum og heimilum í vanda.

Á móti kemur að verðbólgan virðust víða ekkert vera að gefa eftir. Verðbólga mældist t.d. 10,4% í Bretlandi í febrúar, sem er mun meira en spár gerðu ráð fyrir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí