Skora á stjórnvöld vegna tíu þúsund fátækra barna

Barnaheill biðja almenning um aðstoð að skora á stjórnvöld að bregðast við vaxandi ójöfnuði á meðal barna hér á landi. Tryggja þurfi að öll börn njóti sömu tækifæranna; til heilsu, menntunar, verndar og þátttöku.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á íslensk stjórnvöld að gera stefnu og aðgerðaáætlun til að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi. Hér hafi ekki verið mörkuð stefna í málaflokkinum, líkt og þekkist annarsstaðar í Evrópu. 

“Sú stefna og áætlun þarf m.a að tryggja öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til heilsu, menntunar, verndar og þátttöku,“

Um 10.000 börn eða 13,1% barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7% árið á undan. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í byrjun þessa mánaðar.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að árið 2021 áttu 24,1 prósent íslenskra heimila í erfiðleikum vegna útgjalda og nái ekki endum saman. Verðbólga og hækkun vaxta hafi aukið greiðslubyrði fjölskyldna af húsnæðislánum, leiguverð hefur hækkað og allur framfærslukostnaður. Þá búi eitt af hverjum fimm börnum í leiguhúsnæði við fátækt og 8,2 prósent þeirra búa við skort.

Hægt er að skrifa undir áskorun til stjórnvalda hér

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí