Skorti á leikskólaplássum mótmælt

Foreldrar sem ekki hafa fengið pláss á leikskólum borgarinnar fyrir börn sín komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun til mótmæla.

Skortur á leikskólaplássum hefur ekki aðeins áhrif á tekjur foreldra heldur einnig á martraðakenndan leigumarkað samkvæmt viðtali sem RUV tók við Þórdísi Ólöf Sigurjónsdóttir við mótmælin í morgun. Þórdís skráði sig í nám til þess að geta tekið lán en fjölskyldan sem er fjögurra manna er í þeirri stöðu að lifa á hennar námslánum einum saman, leigja út íbúðina sína í gegnum Airbnb en leigja sjálf 34 fermetra íbúð hjá foreldrum hennar.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson segist aðspurður um hvort ekki eigi að standa við stóru orðin sem látin voru falla á blaðamannafundi um stöðu leikskólamála í borginni s.l haust ekki sjá fram á miklar breytingar í náinni framtíð.

500 leikskólabörn sitja eftir á biðlista eftir nýafstaðna úthlutun þar sem 1600 börn fengu úthlutað leikskólaplássi. Dagur segir borgarstjórn ætla að skoða hvort hægt sé að auka við stofnstyrki til þeirra sem vilja gerast dagforeldrar en óvíst er hvort til sé fjármagn í slíkt. Þá eigi að reyna að flýta viðhaldsframkvæmdum og endurbótum á eldra húsnæði svo hægt sé að taka fleiri leikskólapláss í notkun. Mikið hefur verið um rakaskemmdir í leikskólum og skólum undanfarið og deildir og skólar jafnvel þurft að loka.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí