Sólveig tekur Sóley til bæna

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Sóley Tómasdóttur, fyrrverandi oddvita VG í borgarstjórn, til syndanna í pistli sem hún birtir á Facebook. Sólveig segir Sóley hræsnara sem hafi ákveðið á hápunkti kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að senda skilaboð til íslenskra femínista um að ekki þyrfti að sýna henni neinn stuðning.   

Hér fyrir neðan má lesa pistil Sólveigar í heild sinni. 

Þriðja febrúar síðastliðinn, þegar að svokölluð kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var að nálgast hámark sitt, daginn sem að Efling lagði fram greinargerð sína í Félagsdómi vegna dómsmáls sem að SA höfðuðu til að kremja verkföll hótelþerna sá Sóley Tómasdóttir ástæðu til að senda skilaboð til íslenskra femínista um að ekki þyrfti að sýna mér nokkurn stuðning. Að þrátt fyrir að hún teldi mikilvægt að standa með konum í “karllægum geirum” þá ætti alls ekki að gera það skilyrðislaust, og alls ekki þegar kemur að mér. Þrátt fyrir að ég sé „gagnrýnd oftar, harðar og persónulegar“ en karlkyns forverar mínir og samstarfsmenn.  

Hvers vegna þótti Sóleyju mikilvægara að senda þessi skilaboð á þessum tímapunkti, í stað þess að skella til dæmis í eina grein til stuðnings láglaunakonunum sem að tekið höfðu ákvörðun um að leggja niður störf til að knýja á um betri kjör í þeim sögulega vanmetnu kvennastörfum sem þær gegna? Þeim konum sem að sannarlega veitti ekki af stuðningi í baráttunni gegn forhertu auðvaldi sem að sýndi dag eftir dag að það sveifst einskis. 

Ástæðan er einföld: Vegna þess að ég hef gerst sek um eitthvað sem heitir „karllæg átakasækni“, og er mjög slæmt í fari kvenna samkvæmt Sóleyju, og svo auðvitað fyrst og fremst vegna þess að ég hef gerst sek um sjálfsmyndar-ögrun og vesen fyrir vinkonur hennar og slíkt skal ekki þola.

Sumar konur eiga og mega vera “óþægar” og eiga skilið skilyrðislausan stuðning, þær sem að ekki hafa hlotið náð fyrir augum meginstraums-femínismans eiga að læra að hegða sér betur og kvenlegar sem allra fyrst.

(Ykkur finnst kannski forvitnilegt að vita að á sérstökum kvenleiðtogafundi ASÍ um endurmat á kvennastörfum sem að haldinn var 10. mars síðastliðinn, hélt Sóley erindi sem fjallaði m.a. um launamun kynjanna og “löngu úreltar staðalmyndir um kynin”. Á þessum leiðtogafund var Eflingu ekki boðið að vera með erindi til að fjalla um verkfallsaðgerðir síðustu ára hjá félaginu, aðgerðir sem aðallega hafa verið leiddar af láglaunakonum í láglauna-kvennastörfum. Ekki frekar en á einum einasta fundi sem að haldinn hefur verið á vettvangi ASÍ. Ástæðan er sú að ég er svo karllæg að það er ekki hægt að bjóða konum innan ASÍ uppá að hlusta á mig.)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí