Spurningum um hæfi Bjarna ekki svarað segir forseti lagadeildar

Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir að spurningar umboðsmanns Alþingis til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka séu fyrstar til að taka á hæfi Bjana í sölunni. Nú sé fyrst verið að kanna hvaða lög og reglur eigi við um ákvarðanatöku í bankasölunni.

RÚV greinir frá þessu. Fyrir helgi spurði umboðsmaður Bjarna nokkurra spurninga í sérstöku bréfi. Bjarni var þar sérstaklega spurður um sölu á hlut til Hafsilfurs ehf., sem er í eigu föðurs Bjarna, Benedikts Sigurðssonar.

Trausti Fannar segir ekki liggja skýrt fyrir hvaða reglur giltu um ákvarðanatöku hvað varðar bankasöluna. „Síðan þarf einfaldlega að skoða nánar hvaða reglur um meðferð opinbers valds giltu að öðru leyti, svo sem hæfisregla, og þá um hvaða gerninga, ákvarðanir, athafnir þær hæfisreglur giltu. Þessu hefur einfaldlega ekki verið almennilega svarað,“ hefur RÚV eftir honum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí