Spurningum um hæfi Bjarna ekki svarað segir forseti lagadeildar

Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir að spurningar umboðsmanns Alþingis til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka séu fyrstar til að taka á hæfi Bjana í sölunni. Nú sé fyrst verið að kanna hvaða lög og reglur eigi við um ákvarðanatöku í bankasölunni.

RÚV greinir frá þessu. Fyrir helgi spurði umboðsmaður Bjarna nokkurra spurninga í sérstöku bréfi. Bjarni var þar sérstaklega spurður um sölu á hlut til Hafsilfurs ehf., sem er í eigu föðurs Bjarna, Benedikts Sigurðssonar.

Trausti Fannar segir ekki liggja skýrt fyrir hvaða reglur giltu um ákvarðanatöku hvað varðar bankasöluna. „Síðan þarf einfaldlega að skoða nánar hvaða reglur um meðferð opinbers valds giltu að öðru leyti, svo sem hæfisregla, og þá um hvaða gerninga, ákvarðanir, athafnir þær hæfisreglur giltu. Þessu hefur einfaldlega ekki verið almennilega svarað,“ hefur RÚV eftir honum.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí