Staðgreidd laun fara lækkandi

Svokölluðu launasumma, þau laun sem tilkynnt eru til staðgreiðslu skatta var í janúar aðeins 2,4% hærri á föstu verðlagi en í sama mánuði í fyrra. Og sama tíma fjölgaði launafólki um 5,3%. Launasumman á mann lækkaði því um 2,75% frá síðasta ári.

Heildarlaunasumman hefur ekki hækkað minna síðan í cóvidfaraldrinum. Þá fækkaði launafólki svo áhrifin voru önnur, það sem kom í hlut hvers og eins lækkaði ekki að meðaltali. Nú fjölgar launafólki hins vegar hraðar en launasumman og því fer minna að meðaltali til hvers og eins.

Ástæðan er að ferðaþjónustan, sem er láglaunagrein er að rísa upp. Starfsfólki þar fjölgar og þar sem er að stærstu leyti lágt launað innflutt verkafólk lækka tilkynnt laun á mann.

Það hversu heildarsumman vex lítið kann að merkja að dregið hafi úr afli atvinnulífsins eftir mikinn vöxt á síðasta ári.

Stjórnvöld hafa, nú síðast Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Kastljósi í vikunni, hafa flaggað meðaltalstölum frá fyrri hluta síðasta árs til sönnunar þess að fólk hafi það almennt gott og heimilin standi vel. Samdráttur í staðgreiðslu á mann er enn ein ábendingin um að ástandið hafi versnað mjög á liðnum mánuðum. Og jafnvel þótt meðaltölin séu notuð, sem eru þó aldrei góður mælikvarði um stöðu heimila í samfélagi sem einkennist af ójöfnuði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí