Staðgreidd laun fara lækkandi

Svokölluðu launasumma, þau laun sem tilkynnt eru til staðgreiðslu skatta var í janúar aðeins 2,4% hærri á föstu verðlagi en í sama mánuði í fyrra. Og sama tíma fjölgaði launafólki um 5,3%. Launasumman á mann lækkaði því um 2,75% frá síðasta ári.

Heildarlaunasumman hefur ekki hækkað minna síðan í cóvidfaraldrinum. Þá fækkaði launafólki svo áhrifin voru önnur, það sem kom í hlut hvers og eins lækkaði ekki að meðaltali. Nú fjölgar launafólki hins vegar hraðar en launasumman og því fer minna að meðaltali til hvers og eins.

Ástæðan er að ferðaþjónustan, sem er láglaunagrein er að rísa upp. Starfsfólki þar fjölgar og þar sem er að stærstu leyti lágt launað innflutt verkafólk lækka tilkynnt laun á mann.

Það hversu heildarsumman vex lítið kann að merkja að dregið hafi úr afli atvinnulífsins eftir mikinn vöxt á síðasta ári.

Stjórnvöld hafa, nú síðast Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Kastljósi í vikunni, hafa flaggað meðaltalstölum frá fyrri hluta síðasta árs til sönnunar þess að fólk hafi það almennt gott og heimilin standi vel. Samdráttur í staðgreiðslu á mann er enn ein ábendingin um að ástandið hafi versnað mjög á liðnum mánuðum. Og jafnvel þótt meðaltölin séu notuð, sem eru þó aldrei góður mælikvarði um stöðu heimila í samfélagi sem einkennist af ójöfnuði.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí