Styrkja bandalag sitt gegn sameinuðum Vesturveldum

Xi Jinping forseti Kína og nánast einvaldur lendir í dag í Moskvu og mun eiga fundi með Pútin á morgun, forseta Rússland og nánast einvalds þar. Kínverjar segja að þetta sé friðarferð en hún sýnir vilja þeirra beggja, Xi og Pútin, til að treysta böndin milli landanna og styrkja þau gegn utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem skilgreinir ríkin tvö sem óvini sína. Og þar með Vesturlanda.

Kína og Rússland eru ekki bandamenn í þeim skilningi að milli þeirra sé varnarbandalag eða nokkuð slíkt. Ríkin hafa í gegnum söguna oftar verið andstæðingar, enda tvo stórveldi. Kínversk stjórnvöld segja í dag að samband ríkjanna sé nú betri en áður hefur verið. Þar veldur mestu tilraunir Vesturveldanna til að einangra Rússland, sem hefur neytt Rússa til að strykja tengsl við önnur ríki. Og vaxandi vilji bandarískra stjórnvalda til að hefta frekari efnahagslegan vöxt Kína, meðal annars með því að draga úr vægi þeirra í Suðaustur-Asíu, skilgreina Kína sem öryggisógn og mynda bandalag nágrannaríkja gegn Kína.

Þeir Pútin og Xi Jinping hafa oft hist áður, er vel til vina. Xi hefur meira að segja sagt að Pútin sé sinn besti vinur og þeir skiptast á afmælisgjöfum. Stuttu fyrir innrás rússneska hersins inn í Úkraínu fyrir rúmu ári sögu þeir að engin takmörk væru fyrir hvert samband ríkjanna gætu þróast.

Og eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa efnahagsleg tengsl ríkjanna styrkst mjög, fyrst eftir yfirtöku Krímskaga en enn frekar eftir innrásina fyrir rúmu ári. Kínverjar kaupa olíu af Rússum og selja til baka ýmsa tæknivöru, meðal annars þá sem þarf til vopnaframleiðslu svo halda megi áfram hernaði í Úkraínu.

Pútín vill að fundurinn að morgun styrki enn þessi tengsl. Hann gerist æ háðari Kínverjum eftir því sem viðskiptaþvinganir Vetsurlanda ganga lengra. Í raun er Rússland orðið háð Kína, ekki aðeins um vöruviðskipti heldur vantar Pútin fjárfestingu Kínverja í rússnesku atvinnulífi til að vega upp brotthvarf vestrænna fyrirtækja. Helst myndi Pútin vilja afgerandi stuðning Kínverja við stríðið í Úkraínu, en það mun hann ólíklega fá.

Kínverjar hafa ekki fordæmt innrásina, en þeir hafa heldur ekki lýst yfir stuðningi við Rússa. En þeir hafa tekið undir með Rússum um að Bandaríkin og Nató hafi skapað óviðunandi öryggisógn fyrir Rússa með útþenslu sinni til austurs.

Það sem Xi Jinping vill út úr fundinum er sterkara bandalag gegn yfirgangi Bandaríkjanna um allan heim.

Xi birti grein í rússnesku dagblaði fyrir heimsóknina og lagði áherslu á að Kína og Rússland þyrftu að vinna saman vegna hættu sem steðjar að öryggi þeirra, þar á meðal eitraðs yfirgangs og eineltis Bandaríkjanna og Vesturveldanna.

Xi hefur fylgt harðari afstöðu gegn því sem hann kallar viðleitni Bandaríkjamanna til að halda aftur af uppgangi Kína. Hann hefur lýst Kína sem þjóð sem býr við umsátur alveg eins og Pútin lýsir stöðu Rússlands. Xi hefur sagt að kínversk fyrirtæki verði að gera sig óháð vestrænni tækni. Hann hefur sömuleiðis bent á vöxt Kína sem skýrt dæmi þess að hægt sé að tryggja velsæld án þess að ríki tileinki sér vestræn pólitísk gildi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí