Í gærkvöldi kom Guðrún Svavarsdóttir doktorsnemi í hagfræði að Rauða borðinu og ræddi um peninga og hamingju, tengslin þarna á milli. Guðrún er þriðja kynslóð kvenna sem kemur að Rauða borðinu, en hún er dóttir Ragnheiðar Kristjánsdóttur sagnfræðings sem er dóttir Guðrúnar Ágústsdóttur en þær hafa báðar komið að Rauða borðinu og frætt okkur um ólíka, en samt ekki svo ólíka hluti.
Guðrún Ágústdóttir sagði okkur síðasta vor frá Rauðsokkunum, baráttu þeirra og áhrifum á samfélagið. Meðal annars í borgarmálunum en Guðrún var borgarfulltrúi í Reykjavík.
Ragnheiður Kristjánsdóttir dóttir Guðrúnar kom í Samtal á sunnudegi um verkalýðsmál fyrir nokkrum vikum og sagði okkur frá konum í verkalýðsbaráttunni og tengslum kvennabaráttu og stéttabaráttu, en Ragnheiður er sagnfræðingur
Og í gærkvöldi kom Guðrún Svavarsdóttir, dóttir Ragnheiðar, og ræddi um tengsl velsældar og peninga.