Skortur á heildstæðri stefnu í málefnum fíkla

Á Landspítalanum, göngudeild smitsjúkdóma er rekin skaðaminnkandi hjúkrunarmóttaka fyrir einstaklinga sem nota vímuefni í æð. Oft eru þetta einstaklingar sem eru að glíma við heimilisleysi eða erfiðar félagslegar aðstæður en Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri skaðaminnkunar á spítalanum segir skorta heildstæða stefnu í málaflokknum. Það breytir öllu fyrir einstaklinga í þessari stöðu að fá fötlunarmat og geta komist í húsnæðis- og þjónustuúrræði á þeim forsendum. 

Hjúkrunarfræðingar sem taka á móti einstaklingum á í lágþröskuldaþjónustunni sem veitt er áa göngudeild smitsjúkdóma, skima fyrir HIV og Lifrarbólgu C, veita fræðslu og gefa örugg áhöld til neyslu. Markmiðið er að koma til móts við einstaklinga með flóknar þjónustuþarfar, veita þeim heilbrigðisþjónustu og mæta þeim á þeirra forsendum segir Kristín en hún fer einnig töluvert á vettvang. Upphaf starfseminnar má rekja til þess að einstaklingar með HIV sem voru að nota vímuefni í æð hófu að koma þangað í lyfjagjöf en svo fór sú þjónusta að vinda upp á sig og hófu þau að þjónusta stærri hóp. Kristín sem á tímabili starfaði einnig með Frú Ragnheiði og kom að stofnun Ylju neyslurýmis fyrir ári síðan seigir ekki óeðlilegt að því sé lokaða tímabundið. En það hafi verið tilraunaverkefni til eins árs og rekið í gamla bílnum sem hýsti frú Ragnheiði í upphafi. Það sé mikill velvilji til að opna varanlegra úrræði og á föstum stað enda bjóði bíllinn ekki upp á góðar starfsaðstæður.

Kristín var gestur Rauða borðsins mánudagskvöldið 27. febrúar en þar segir hún nánar frá aðkomu Landspítalans og hennar starfi síðasta áratuginn í tengslum við skaðaminkandi hjúkrunarúrræði.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí