Segir Hönnu Birnu hafa níðst á fólki og hótað lögreglu

Hiti hefur verið í samfélaginu síðustu daga þar sem landsmenn skiptast í tvö um viðtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í þættinum Eftirmál. Ráðherrann fyrrverandi lýsir í viðtalinu sársauka og vanlíðan eftir að hún neyddist til að segja af sér sem ráðherra.

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency, segir að enn ein hvítþvottatilraunin standi yfir á Hönnu Birnu. Hún hafi sem ráðherra níðst á hælisleitendum, hótað lögreglu afleiðingum af rannsókn, hótaði fjölmiðlum, logið að þinginu og sagt umboðsmanni Alþingis ósatt, auk þess að saka embættismenn ráðuneytisins og Rauða krossinn um lögbrot.

Einnig segir Atli að Bjarni Benediktsson hafi sett á svið rannsókn sem hafi ekki bverið neitt annað en hvítþvottur. Menn hafi keppst við að að verja Hönnu Birnu á sama tíma og tveir blaðamenn sem unnu ötullega að umfjöllun un lekamálið, Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson, hafi verið ataðir auri.

Rætt verður við Atla Þór og Jón Bjarka í þættinum Rauða borðið í umsjá Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí