Umboðsmaður vill lögskýringar á synjun gagna í máli Lindarhvols

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum ráðuneytisins þess efnis að ólöglegt sé að opinbera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda.

Þetta kemur til vegna umfjöllunar undanfarin misseri um málefni Lindarhvols þó það snúist ekki um sjálft málið.  Í tilkynningu frá ráðuneytinu þann 9. mars sl. kom m.a. fram að samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ársreikninga væri ólöglegt að gera vinnuskjöl hans opinber.

Ráðuneytið vísaði til nokkurra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál máli sínu til stuðnings svo sem í málum frá árunum 2019-2021 og ítrekaði að það skipti því engu máli hver vilji ráðherra eða ráðuneytisins væri, þeim væri einfaldlega óheimilt að afhenda slík gögn.

Umboðsmaður óskar eftir upplýsingum um hvort tilkynningin hafi átt að vísa til þess að birting vinnuskjala ríkisendurskoðanda væri óheimil yfir höfuð eða hvort vísað hafi veri til þessa sérstaka skjals. Því sé það svo að vísað sé til þess að birting vinnuskjala ríkisendurskoðanda séu almennt óheimil, án nokkurs mats á atvikum hvers og eins skjals þá er óskað eftir lögfræðilegum sjónarmiðum því til stuðnings. Þá er farði fram á að ráðuneytið rökstyðji þá niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála að stjórnvöldum sé heimilt að synja beiðni um aðgang að upplýsingum og gögnum og geti eitt og sér leitt til þess að slíkt sé gert.

Umboðsmaður óskar svara fyrir 5. apríl nk.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí