Uppljóstrari: „Fólk í stjórnarstöðu ýtir undir að heilbrigðiskerfið fái að rotna í friði“

„Af minni reynslu sem starfsmaður á Landspítalanum er oftar en ekki fólk í stjórnarstöðu sem ýtir undir að heilbrigðiskerfið fái að rotna í friði.“ Þetta segir uppljóstrari innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi í nafnlausri frásögn sem birtist innan Facebook-hópsins Rétturinn til að lifa. Markmið hópsins er að greina frá sögum af mannréttindabrotum í íslenska heilbrigðiskerfinu. Ljóst er að slíkar sögur eru mýmargar en hópurinn hefur vaxið hratt.

Hér fyrir neðan má lesa frásögn starfsmannsins, sem segist bæði hafa starfað á Landakotsspítala sem og Landspítalanum.

Ég vann í stuttan tíma á Landakotsspítala og einn daginn var eldri kona sem þurfti aðstoð við að fá lyf í gegnum súrefnisgrímu. Ófaglærður starfsmaður sem talaði ekki íslensku sat hjá henni og var í símanum á meðan þurfti starfsmaðurinn að styðja við grímuna en konan var á sama tíma að reyna að taka grímuna af sér. 

Starfsmaðurinn þrýsti grímunni á hana og hélt áfram í símanum. Ég ræddi þetta við deildarstjórann og fékk þau svör að við lifum á símaöld og það eru allir í símanum. Þessi starfsmaður fékk ekki áminningu og þetta var ekki rætt. Ég var nemi á þessum tíma og ræddi við skólann minn sem óskaði eftir fundi með deildarstjóra og mér en þrátt fyrir fundinn var þessu sópað undir teppið.

Einnig var lamaður maður á sömu deild sem var oft ekki tekinn framúr rúminu á matartímum vegna þess að það var talið of mikið vesen.

Af minni reynslu sem starfsmaður á Landspítalanum er oftar en ekki fólk í stjórnarstöðu sem ýtir undir að heilbrigðiskerfið fái að rotna í friði

Hér má finna fyrrnefndan hóp, Rétturinn til að lifa, og lesa fleiri sögur af hrörnandi heilbrigðiskerfi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí