Varaþingmaður hættur í VG vegna útlendingafrumvarps

Daní­el E. Arn­ar­son vara­þing­mað­ur Vinstri grænna er hættur í flokkn­um: „get ekki stað­ið með hreyf­ingu sem sam­þykk­ir skerðingu á réttindum við­kvæm­asta hóps sam­fé­lags­ins“

Daníel E. Arnarson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og jafnframt framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 greindi frá ákvörðun sinni á facebook í dag, eftir að félagar hans í ríkisstjórn samþykktu umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómasmálaráðherra í gærkvöldi.

Daníel sem starfað hefur með hreyfingunni í sautján ár, eða rúmlega hálfa sína ævi, harmar mjög að svo sé komið fyrir VG. „Ég horfi ekki bara á VG sem stjórnmálahreyfingu heldur er fólkið í VG fjölskyldan mín, fólk sem ól mig upp. Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins,“ segir Daníel. Hann mun því ekki taka sæti varamanns á þingi, verði hann kallaður til, „heldur vísa áfram á næstu manneskju á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður,“ heldur hann áfram.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí