Varaþingmaður hættur í VG vegna útlendingafrumvarps

Daní­el E. Arn­ar­son vara­þing­mað­ur Vinstri grænna er hættur í flokkn­um: „get ekki stað­ið með hreyf­ingu sem sam­þykk­ir skerðingu á réttindum við­kvæm­asta hóps sam­fé­lags­ins“

Daníel E. Arnarson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og jafnframt framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 greindi frá ákvörðun sinni á facebook í dag, eftir að félagar hans í ríkisstjórn samþykktu umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómasmálaráðherra í gærkvöldi.

Daníel sem starfað hefur með hreyfingunni í sautján ár, eða rúmlega hálfa sína ævi, harmar mjög að svo sé komið fyrir VG. „Ég horfi ekki bara á VG sem stjórnmálahreyfingu heldur er fólkið í VG fjölskyldan mín, fólk sem ól mig upp. Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins,“ segir Daníel. Hann mun því ekki taka sæti varamanns á þingi, verði hann kallaður til, „heldur vísa áfram á næstu manneskju á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi suður,“ heldur hann áfram.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí