Vg mælist með 6,0% fylgi í nýrri könnun Maskínu og myndi missa helminginn af þingflokki sínum ef þetta yrðu niðurstöðu þingkosninga, fá fjóra þingmenn en ekki átta eins og síðast. Þetta er sama fylgi og Sósíalistar eru með í könnuninni og er þetta í fyrsta sinn sem Vg mælist ekki stærra en Sósíalistaflokkurinn.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa allir tapað fylgi frá kosningum. Þeir mælast með samanlagt 39,4% fylgi, 14,9% prósentum minna en í kosningunum. Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga myndi Framsókn tapa fimm þingmönnum og Sjálfstæðisflokkur og Vg sitthvorum fjórum. Ástæða þess að Framsókn tapar mestu er að flokkurinn er nú með aukamann þar sem kosningakerfið tryggði ekki jafna skiptingu milli flokka.
En ríkisstjórnin er kolfallin, eins og hún hefur verið í könnunum undanfarið.
En niðurstöður könnunar Maskínu eru þessar (innan sviga breyting frá kosningum):
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 20,2 prósent (-4,2 prósentur)
Framsóknarflokkur: 13,2 prósent (-4,1 prósentur)
Vg: 6,0 prósent (-6,6 prósentur)
Ríkisstjórn alls: 39,4 prósent (-14,9 prósentur)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 24,4 prósent (+14,5 prósentur)
Píratar: 10,2 prósent (+1,6 prósentur)
Viðreisn: 9,1 prósent (+0,8 prósentur)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 43,7 prósent (+16,9 prósentur)
Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 5,2 prósent (-3,6 prósentur)
Miðflokkurinn: 5,7 prósent (+0,3 prósentur)
Ný-hægri andstaðan: 10,9 prósent (-3,3 prósentur)
Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 6,0 prósent (+1,9 prósentur)
Eins og sjá má af þessu hefur Samfylking bætt við sig lang estu fylgi. Næst koma Sósíalistar og Píratar. Og ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað ásamt Flokki fólksins. Viðreisn og Miðflokkur eru á svipuðum slóðum og í kosningunum.
Ef við skiptum þingmönnum á milli flokkanna þá yrði þingheimur svona ef könnun Maskínu gengi eftir (innan sviga breyting frá núverandi þingi eftir flokkaflakk):
Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 13 þingmenn (-4)
Framsóknarflokkur: 8 þingmenn (-5)
Vg: 4 þingmenn (-4)
Ríkisstjórn alls: 25 þingmaður (-13)
Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 16 þingmenn (+10)
Píratar: 6 þingmenn (+/-0)
Viðreisn: 6 þingmenn (+1)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 28 þingmenn (+11)
Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)
Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)
Ný-hægri andstaðan: 6 þingmenn (-2)
Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)