Umboðsmaður Alþingis telur samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórn vegna rafbyssuvæðingar hafi ekki verið góða stjórnsýsluhætti og bendir forsætisráðherra á mögulegar leiðir til úrbóta.
Þetta kemur fram í úrskurði sem birtist á vef stjórnarráðsins nú rétt í þessu. Þá lýsir umboðsmaður sig ósammála þeirri skoðun forsætisráðherra að vandséð sé með verklag um það hvernig mál ráðherra séu borin upp í ríkisstjórn.
Í bréfi umboðsmanns til forsætisráðuneytisins segir jafnframt að óæskilegt sé að ráðherrar skiptist á skoðunum opinberlega. Slíkt sé afar óhentugt og til þess falið að almenningur missi traust á ríkisstjórn sem þurfi að birtast borgurunum sem samhentur hópur stjórnenda. Traust sem almenningur eigi að geta borið til þess að æðsta stjórn landsins vinni mál og afgreiði af fagmennsku og yfirvegun.
Ljóst er að framganga dómsmálaráðherra hafi verið ósamrýmaleg kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. Athygli vekur að í því sambandi sé einkum horft til viðbragða forsætisráðherra í málinu en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hafði látið í ljós ósk sína opinberlega að málið yrði rætt á fundi ríkisstjórnar.