Ásdís í Kópavogi á svívirðilegum laun – Sparar 48 milljónir en kostar sjálf ríflega 30 milljónir

Íbúar í Kópavogi eyða ríflega 30 milljónum króna á ári í eina manneskju, bæjarstjórann og oddvita Sjálfstæðisflokksins, Ásdísi Kristjánsdóttur. Á sama tíma er boðaður sparnaður af leggja niður Héraðsskjalasafn og að reka fólk í menningarhúsum bæjarins ekki nema um 48 milljónir króna á ársgrundvelli.

Í fyrra var greint frá því að nýr bæjarstjóri í Kópavogi, Ásdís, myndi fá ofurlaun. Samkvæmt drögum að ráðningarsamningi við hana nema mánaðarleg laun hennar 2.380.021 krónum. Auk þessara launa fær Ásdís greiddan útlagðan kostnað vegna nota bílsins sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði, eða 158.750 krónur, en akstursstyrkurinn er skattfrjáls. Það þýðir að laun hennar eru á ársgrundvelli tæplega 30 og hálf milljón króna. Rétt er að draga athygli að því að þarna er gert ráð fyrir að Ásdís keyri 60 kílómetra á dag.

Í fyrradag var greint frá því að Kópavogsbær hyggðist leggja niður Héraðsskjalasafn bæjarins. Fleiri breytingar má þó finna í svokölluðum „Tillögum bæjarstjóra Kópavogs að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsanna“, sem hafa verið samþykktar. Þar má til að mynda sjá að til stendur að reka bókaverði hjá Bókasafni Kópavogs. Nánar tiltekið: „Þá mun aukin áhersla á sjálfsafgreiðslu leiða til þess að stöðugildum bókavarða hjá Bókasafninu fækkar um 1,85“.

Enn fremur á reka fólk hjá Náttúrufræðistofu, þar sem leggja á niður rannsóknarstofuna. Þar minnsta enn eitt „sóknartækifæri“ því „stöðugildum fækkar um 2,25“. Safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Þar fjölgar stöðugildum, vegna fyrrnefnds samruna.

Heildarsparnaður af öllu þessu, og meira til, er ekki ýkja mikill ef hann er settur í samhengi við ofurlaun Ásdísar. „Með nýrri nálgun á þjónustu og starfsemi stofnana og aukinni samþættingu milli stofnana fer heildarfjöldi stöðugilda úr því að vera u.þ.b 33 í 29. Áætluð áhrif á rekstur eru um 20 milljónir króna á árinu 2023 en ríflega 48 milljónir króna á ársgrundvelli,“ segir í tillögum hennar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí