Atkvæðagreiðsala vegna kjarasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið lauk í hádeginu. Samningurinn var mjög naumlega samþykktur, já sögðu 49,25 prósent en nei sögðu 49,15 prósent. 1,6 prósent tóku ekki afstöðu.
Atkvæðagreiðsla fór fram dagana 15. apríl kl. 12:00 til 24. apríl kl. 12:00. Á kjörskrá voru 2.619, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við ríkið. Þátttaka var óvenju mikil, en alls tóku 71,6 prósent þátt í atkvæðagreiðslunni.
Á vef félagsins segir: „Kjarasamningur undirritaður þann 12. apríl 2023 hefur því verið samþykktur af atkvæðabærum félagsmönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og tekur því nýr samningur gildi frá 1. apríl 2023 og gildir til 31. mars 2024.“
Hér má lesa samninginn sem hefur nú verið samþykktur.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward