Macron veldur titringi meðal stórveldanna

Emanuel Macron forseti Frakklands hefur valdið ókyrrð eftir viðtöl sem hann veitti í miðri Kína heimsókn í síðustu viku. Hann ræddi m.a. við franska dagblaðið Echos og við Politico. Þar sagði hann Evrópu þurfa að fara að líta á sig sem alvöru leikanda í stjórnmálum stórveldanna og þyrfti að hætta að reiða sig á Bandaríkin í jafn ríkum mæli auk þess að forðast að dragast inn í mögulega átök Kínverja og Bandaríkjamanna um Taiwan.

Rétt eftir að forsetinn flaug úr landi áleiðis til Hollands hófu Kínverjar viðamiklar heræfingar við Taiwan. Evrópskir þingmenn sem hafa haldið uppi harðri gagnrýni á Kína hafa fordæmt ummæli Macrons og ítrekað að Frakklandsforseti tali ekki fyrir Evrópu. Forsætisráðherra Póllands var einn þeirra sem gagnrýndu orð hans en hann sjálfur er hann í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann segir stuðning bandaríkjanna vera grundvallarmál fyrir öryggi Evrópubúa. Bandarískir þingmenn hafa einnig tjáð sig um ummæli Macrons svo sem Marco Rubio öldungadeildarþingmaður en hann tísti um málið og vildi komast til botns í því hvort Frakklandsforseti talaði fyrir Evrópu. Hann sagði einnig að ef Evrópa tæki ekki stöðu með löndum sínum gegn Kína þá ættu Bandaríkjamenn kannski að láta sér lítt varða um stríð í Evrópu.

Ummælin eru ekki þau fyrstu þar sem forsetinn gagnrýnir öryggismál í Evrópu en í nóvember 2019 lét hann frá sér sambærilega gagnrýni á varnarmál Evrópu og sagði NATÓ vera „heiladautt“. Þau ummæli komu í kjölfar þess að Donald Trump þáverandi forseti Bandaríkjanna sýndi lítinn áhuga á varnarmálum Evrópu sem höfðu farið jafnt og þétt minnkandi.

Í ræðu sinni við komuna til Amsterdam í gær fjallaði Macron nánar um afstöðu sína til varnarmála í Evrópu auk sjálfstæðis og sjálfræðis þjóða út frá heimspekilegum vinkli og nefndi þar helstu orsakir þeirrar skoðunar hans heimsfaraldurinn og stríðið í Úkraínu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí