Um 56 prósent landsmanna eru ósáttir með kvótakerfið samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar. Samkvæmt sömu könnun telja rúmlega 83 prósent landsmanna að auðlindagjöld ættu að vera hærri. Yfirgnæfandi meirihluti, um 67 prósent, telur þörf á umbótum í heilbrigðiskerfinu.
Skýrslu um könnunina var birt á vef Stjórnarráðsins og má lesa í heild sinni hér.
Einungis um 22 prósent sögðust annað hvort sáttir eða mjög sáttir með kvótakerfið. Ríflega 20 prósent voru hlutlaus hvað það varðar. Það kemur vafalaus fæstum á óvart að stuðningur við kvótakerfið var mestur meðal Sjálfstæðismanna.
Athygli vekur þó að meðal þeirra sem myndu kjósa VG næst þá eru lang flestir hlutlausir. Um 13 prósent þeirra eru sáttir með kvótakerfið. Svo eru 28 prósent frekar ósáttir með kvótakerfið og tæplega 16 prósent mjög ósáttir með kerfið. Langflestir stuðningsmanna VG skiluðu auðu hvað kvótakerfið varðar, eða um 42 prósent.
Þeir sem ekki sögðust sáttir við kvótakerfið voru spurðir „hvað ertu helst ósátt/ur með?“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um svörum við þeirri spurningu.