Segir forstjóra Skeljungs hafa viðurkennt að félögin hefðu samráð um að halda verðinu háu

Samfélagsrýnirinn Marinó G. Njálsson vekur athygli því í pistli sem hann birtir á Facebook að forstjóri Skeljungs, Þórður Guðjónsson, hafi nánast viðurkennt samráð olíufélaganna í kvöldfréttum RÚV í fyrradag. Í þeim hafnaði Þórður því að olíufélöginn héldu verðinu óeðlilega háu. Marinó bendir á að bæði hafi Þórður talað fyrir hönd allra félagana og einnig að Skeljungur selji hvorki bensín né dísel til almennings, heldur beint til fyrirtækja.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Marinó um málið í heild sinni en hér má sjá viðtalið við Þórð.

Mikið hefur verið sett út á orð forstjóra Skeljungs (heitir raunar Skeljungur IS) í viðtali í fyrradag. Eitt atriði hef ég ekki séð nefnt og annað sem ég vil vekja athygli á.

Forstjórinn neitaði að olíufélögin (í fleirtölu) héldu uppi „óeðlilega“ háu verði á bensín og dísel, en neitaði ekki að þau héldu verðinu háu. Raunar má segja, að hann hafi viðurkennt að félögin hefðu samráð um að halda verðinu háu. En þetta er í raun smáatriði miðað við hitt atriðið.

Það sem vekur áhuga minn, er að Skeljungur IS selur hvorki bensín né dísel til almennra bifreiðaeigenda, heldur bara beint til fyrirtækja. Þannig að smásöluverð á dælum kemur Skeljungi IS ekkert við. Það er systurfyrirtækið Orkan IS sem hefur með dælurnar á bensínstöðvum að gera. Hvers vegna er forstjóri Skeljungs IS yfirhöfuð að tjá sig um verð á dælu til neytenda? Hvaða forsendur hefur hann til að tjá sig um verðið? Er verið að gefa í skyn að Orkan IS og Skeljungur IS séu ekki tvö sjálfstæð fyrirtæki og forstjóri þess síðarnefnda taki ákvarðanir fyrir það fyrrnefnda?

Við þetta má bæta, að Skel (móðurfyrirtæki Skeljungs IS og Orkunnar IS) ákvað í fyrrasumar að þrefalda EBITDA-hagnað samsteypunnar. Einfaldasta leiðin til þess er að hækka vöruverð.

Haldi hins vegar einhver, að það sé virk samkeppni á íslenskum olíumarkaði, þá er rétt að benda á, að á honum (eins og öllum öðrum neytendamörkuðum á Íslandi) er goggunarröð. Smásöluaðilar hafa „ákveðið“ hvaða stað hver á í goggunarröðinni og er frekar sjaldgæft að einhver gangi gegn þeirri „ákvörðun“. Verðflokkarnir eru þrír, þ.e. lágverðsstöðvar vegna Costco-áhrifa, milliverðsstöðvar (m.a. við Skemmuveg og Fitjum) og háverðsstöðvar. Í öllum flokkum er Orkan IS lægst, Atlantsolía og ÓB eru 10 aurum hærri, í háverðsflokknum kemur síðan Olís, meðan N1 er efst í öllum flokkum. Þau ár sem ég bjó í Danmörku, þá voru verðbreytingar oft á sólarhring á nánast öllum bensínstöðvum. Það getur vel verið að þær breytingar hafi líka fylgt goggunarröð, en bíleigendur gátu þó sýnt útsjónarsemi við kaup á eldsneyti með því að velja réttan tíma dags til að fylla á tankinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí