Ungt fólk sagt deyja í hrönnum á Íslandi – „Það er eitthvað alveg sturlað í gangi“

Svo virðist sem ungt fólk sé að deyja í hrönnum á þessu ári af völdum fíknisjúkdóms. Nánar tiltekið virðist ópíóðafaraldur geisa á Íslandi en undanfarna daga hafa margir vakið athygli á þessu skelfilega ástandi. Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarátak Rauða krossins, vekur athygli á lyfi sem getur komið í veg fyrir dauðsföll af völdum neyslu ópíóða.

Bubbi Morthens vakti athygli á því í gær á Facebook að hann hafi á einu ári sungið í útför 11 manns sem féllu frá af völdum neyslu ópíóða. Hann skrifar: „Ég hef sungið á einu ári yfir 11 einstaklingum sem allir hafa fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Allir alltof ungir. Það geisar ópíóðafaraldur hér á landi og það er alger þögn hjá yfirvöldum. Ef þetta væru einstaklingar sem hefðu látist í náttúruhamförum væru yfirvöld og landsmenn búin að bregðast við. Á þessu ári einu eru það 6 sem ég hef sungið yfir. Við hljótum að geta gert betur en að láta sem ekkert sé að við verðum að vakna.“

Á Twitter hefur mynd, sem sjá má hér fyrir neðan, verið deilt af mörgum. Þar er fullyrt að 15 manns hafi látist af völdum ópíóða einungis á síðustu tveimur vikum. Óvíst er hvort sú tala sé rétt, en þó er ljóst að starfsmenn Rauða krossins hafa áhyggjur af ástandinu. Rauði krossinn skrifar á Facebook:

„Naloxone er mótefni gegn ópíóíðum/morfínlyfjum (t. d. Contalgin, Oxycontin, Fentanyl og Heróín). Ópíóíðainntaka yfir þolmörk getur valdið öndunarstoppi, Naloxone getur snúið því ástandi við. Enginn skaði fylgir því að gefa lyfið sé þess ekki þörf.

Lyfið kemur ekki í stað bráðaþjónustu og því mikilvægt að hringja alltaf í 112 þegar ofskömmtun af völdum ópíóíða á sér stað.

Hægt er að nálgast Naloxone nefúða hjá Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Öll eru velkomin að hafa samband og er fullri nafnleynd heitið.

Frú Ragnheiður höfuðborgarsvæði – S: 7887-123

Frú Ragnheiður Suðurnes – S: 783-4747

Frú Ragnheiður Akureyri – S: 800-1150“

Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri, segir á Twitter að það sé ljóst að málið sé dauðans alvara. Hann skrifar: „Þetta er því miður staðan. Spjallaði nýlega við ungt fólk sem hefur misst sex vini frá áramótum. Það er eitthvað alveg sturlað í gangi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí