Við erum ekki vélmenni

Á meðan Jeff Bezos, forstjóri Amazon, lifir ágætu lífi þarf starfsfólk Amazon UK að sætta sig við 8% lækkun á raunlaunum. ,,Við erum verðmætara en þetta” er vígorð starfsmanna Amazon-vöruhússins í útjaðri Coventry-borgar sem leggur í dag niður störf. Þau berjast jöfnum höndum fyrir launum sem hægt er að lifa á og sameiginlegum samningsrétti sínum.

Um 580 manna starfslið Amazon í Coventry hefur nú þegar sett mark sitt í sögubækurnar með því að vera fyrst Breta til þess að heyja verkfallsbaráttu gegn Amazon. Baráttan stendur enn, í dag hefst ellefti dagur verkfalla.

Þau etja kappi við eitt ríkasta fyrirtæki heims, eða eins og ónefndur starfsmaður sagði: ,,Ég hef engan áhuga á snekkjunum hans Bezos, ég kæri mig ekki heldur um geimskutlur hans. Ég vil bara lifa – I just want to live”.

Krafa GMB, stéttarfélags, er um launahækkun úr 10,50 pundum upp í 15 pund á tímann og manneskjulegar vinnuaðstæður. Til samanburðar er lágmarkstaxti í Bretlandi 10,42 pund, um það bil 1750 krónur.

Amazon hefur einhliða ákveðið að hækka laun starfsmanna sinna um klink. Stórfyrirtækið þráast hins vegar við að setjast að samningaborðinu og semja við stéttarfélag starfsmanna sinna.

Amazon-vinnudeilan er ekki einstæð í Bretlandi. Enn á eftir að semja við stærsta stéttarfélag hjúkrunarfræðinga, kennara, unglækna og ótal fleiri stéttir. Útlit er því fyrir harðnandi verkfallsöldu í Bretlandi næstu misseri.

Tvít frá félögum í GMB: Show your solidarity – watch, like & share.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí