Afborganir af 50 m.kr. hækka um 48 þús. kr. á mánuði

Frá því að Seðlabankinn byrjaði að hækka vexti fyrir tveimur árum hafa mánaðarlegar afborganir af 50 milljón króna óverðtryggðu láni til 30 ára hækkað úr tæplega 192 þús. kr. í tæplega 449 þús. kr. þegar vaxtahækkun morgunsins hefur lekið í gegnum bankakerfið. Þetta er hækkun upp á 257 þús. kr. á tveimur árum, hækkun sem er ofvaxin öllum venjulegum heimilum.

Seðlabankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentur í morgun, upp í 8,75%. Reikna má með að lægstu húsnæðisvextir bankanna verði þá 10,25%, 1,5 prósentu hærri. Þegar sú hækkun hefur náð í gegn munu afborganir af 50 m.kr. húsnæðisláni stökkva úr tæplega 403 þús. kr. í tæplega 449 þús. kr. eða um tæplega 46 þús. kr. á mánuði.

Þetta er reiðarslag fyrir þau heimili sem verða fyrir þessu. Þau sem hafa verið með 50 m.kr. lán á þessum kjörum hafa séð afborganir þjóta upp. Frá því í maí 2020 má ætla að fjölskylda með svona lán hafi borgað 2,4 m.kr. meira í vexti en verið hefði ef Seðlabankinn hafi ekki hækkað vextina. Og eigi eftir að borga 770 þús. kr. meira á næstu þremur mánuðum, fram að því að bankinn hækkar vexti enn meira í ágúst.

Þegar fólkið spyr hvað gangi á, er svar stjórnvalda að það þurfi að axla þessar greiðslur vegna aukinnar verðbólgu sem rekja megi til orkukreppu í Evrópu og stríðs í Úkraínu.

Hér má sjá þróun á mánaðarlegri greiðslubyrði af óverðtryggðu íbúðaláni upp á 50 m.kr. Grafið nær frá janúar 2020, rétt fyrir cóvid, og fram í ágúst næstkomandi þegar vextir verða líklega hækkaðir enn meira.

Greiðslur af verðtryggðum lánum hafa hækkað í takt við verðbólguna, en miklu minna en þetta. Greiðslubyrðin af óverðtryggðum lánum hefur hækkað um 133% í 10% verðbólgu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí