Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur við fyrirspurn Ástu Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokk Fólksins um af hverju íslenska ríkið hefði ekki staðfest að fullu Alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi með því undirrita valkvæða bókun um kæruheimilid borgarana. Kom fram í svari Katrínar að réttindi þau sem tíunduð væru í samningnum væru matskennd og að gætu í tilvikum frekar talist stefnuyfirlýsingar en eiginleg réttindi.
Umrædd bókun felur í sér að aðildarríki samþykki lögbærni eftirlitsnefndar til þess að taka við kærum frá einstaklingum sem telja að aðildarríki hafi brotið gegn réttindum samkvæmt samningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Bókunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 2008 og á hún að tryggja að ríki fari í reynd eftir ákvæðum samningsins, sem íslenska ríkið staðfesti árið 1979. Íslenska ríkið hefur hinsvegar ekki viljað undirrita bókunina þrátt fyrir áskorun allsherjarþingsins í erindi sem stjórnvöldum barst árið 2012, en í því voru tíunduð fjölmargar athugasemdir um slæma stöðu mannréttinda á Íslandi.
Í svari sínu til Ástu Lóu ber Katrín Jakobsdóttir líka fyrir sig áliti eða minnisblaði frá Sigríði Á Andersen þáverandi dómsmálaráðherra frá árinu 2018. Minnisblaðið var unnið í samráði við hagsmunaaðila og samkvæmt svarinu var tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem varð til þess að stjórnvöld mæltu gegn því að bókunin yrði undirrituð. Í minnisblaðinu er varað við því að undirritun bókunarinnar gætu leitt til óraunhæfra væntinga almennings um réttindi sín, þ.á.m. réttinn til viðeigandi húsnæðis.
Áskorun sameinuðu þjóðanna: