Baráttugleði á fjölmennum samstöðufundum BSRB

Verkföll BSRB eru skollin á af fullum þunga en um þessar mundir leggja um 1500 starfsmenn niður störf í tíu sveitarfélögum. Þau sem eru í verkfalli í þessari viku eru meðal annars leikskólaliðar, stuðningsfulltrúar og starfsfólk frístundaheimila. Mikilla áhrifa gætir af verkföllum í þessum samfélögum þar sem skólastarf er verulega skert í flestum grunnskólum, frístundarstarf hefur verið fellt niður, fjöldamargir leikskólar þurft að loka og foreldrar að vera heima með börnum sínum. Náist ekki að semja bætist enn frekari þungi í verkfallsaðgerðir þar sem starfsfólk sundlauga og íþróttamiðstöðva í átta sveitarfélögum til viðbótar leggur niður störf í skæruverkfalli á vestur-, norður-, og austurlandi um Hvítasunnuhelgina.

Starfsfólk sem er í verkfalli hittist gjarnan á morgnana á samstöðufundum áður en haldið er af stað í verkfallsvörslu og önnur verkefni dagsins. Í þessari viku hafa stórir fundir verið haldnir í Kópavogi, Árborg, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ þar sem hundruðir starfsmanna komu saman og sýndu samstöðu og baráttugleði. 

Frétt af vef BSRB.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí