Alþjóðasamningurinn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi hefur verið undirritaður og lögfestur í hundrað sjötíu og einu aðildarríki SÞ. Ísland skrifaði til að mynda undir hann þ. 30. desmber 1968 og lögfesti rúmum áratug síðar eða í ágúst 1979. Meðal annarra réttinda sem þegnum ríkjanna er tryggður samkvæmt samningnum er rétturinn til viðeigandi húsnæðis.
Þann 18. júní 2008 lögðu fjörutíu og eitt ríki á vettvangi sameinuðu þjóðanna fram bókun um að á komið yrði á fót einstaklingsbundnu kvörtunarferli vegna brota á Alþjóðasamningnum. Tilgangurinn var að gefa þegnum ríkjanna möguleika á að kvarta eða kæra búseturíki sitt til sérstakrar nefndar hjá sameinuðu þjóðunum ef þeim þykir brotið á þeim réttindum sem samningurinn kveður á um s.s réttinn til viðeigandi húsnæðis.
Þegar bókunin sem var samþykkt í desember sama ár var aðildarríkjum SÞ boðið að undirrita og tryggja réttindi borgara sinna með tilliti til samningsins. Þau ríki sem undirrita bókunina samþykkja þannig lögmæti dómstóls sem tekur við kvörtunum eða kærum og einnig að skýrslugjafar SÞ fylgist með framgangi efnahags, félags og menningarlegra réttinda í ríkjunum. Samkvæmt bókuninni eiga skýrslugjafarnir að tryggja að réttindi þegnanna samkvæmt samningnum séu virt og á það við um áðurnefndan rétt til viðeigandi húsnæðis ásamt öðrum réttindum sem eru skilgreind í samningnum.
“Afgerandi samþykkt allsherjarþingsins í dag staðfestir að efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, þar á meðal réttur til viðunandi húsnæðis, matar, heilsu, menntunar og vinnu, eru alls engin góðgerðastarfssemi, heldur réttindi sem allir geta krafist, án nokkurrar mismununar“ sagði hópur mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna þegar bókunin var undirrituð. Vildu þeir áretta að þau réttindi sem samningurinn kveður á um eru ekki tryggð í reynd ef þegnar ríkjanna geta ekki leitað réttar síns þegar á þeim er brotið.
Árið 2012 skoraði allsherjarþing sameinuðu þjóðanna á íslensk stjórnvöld að undirrita bókunina og gerði á sama tíma fjölmargar athugasemdir við framkvæmd og skort á innleiðingu þeirra réttinda sem alþjóðasamningurinn kveður á um. Ísland hefur hinsvegar enn ekki undirritað bókunina, en sú ábyrgð hvílir á forsætisráðuneytinu.
Ísland skilaði fimmtu áfangaskýrslu sinni um innleiðingu samningsins til allsherjarþingsins í október 2021, fjórum árum of seint. Í þeirri skýrslu sem er um margt merkileg er áfellisdómur Velferðarvaktarinnar frá 2019 um stöðu velferðarkerfisins og fátækt barna á leigumarkaði sagt “gott framlag í umræðuna”. En áréttað að skýrsla Velferðarvaktarinnar staðfesti jafnframt góða stöðu og velferð barna Íslandi. Í áfangaskýrslunni eru svo eigin verkefni stjórnvalda í húsnæðismálum tíunduð og lofuð s.s. stóraukinn húsnæðisstuðningur árið 2017 og þjóðarátak í uppbyggingu húsnæðis árið 2019.
Á heimasíðu forsætisráðuneytisins er eru réttindi og skyldur samkvæmt samningnum sögð tryggð í landsrétti en allsherjarþing sameinuðu þjóðanna áréttar að réttindi samkvæmt samningnum séu ekki tryggð nema með undirritun bókunarinnar, og þar við situr.
“Efnahag, félags og menningarleg réttindi engin góðgerðarstarfsemi” segja skýrslugjafar SÞ
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.