BSRB boðar verkfall – Samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta

Yfirgnæfandi meirihluti félaga BSRB í sex sveitarfélögum, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Árborg, Ölfus, Hveragerði og Vestmannaeyjum samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi. Því er ljóst að þungi færist í verkfallsaðgerðir BSRB félaga en verkfallsboðanir hafði þegar verið samþykkt í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.

Í Hafnafirði samþykktu 95,36% verkfallsboðun
Í Reykjanesbæ samþykktu 97,97% verkfallsboðun
Í Árborg samþykktu 87,69% verkfallsboðun
Í Ölfus samþykktu 90,91% verkfallsboðun
Í Hveragerði samþykktu 91,55% verkfallsboðun
Í Vestmannaeyjum var atkvæðagreiðslan tvíþætt og samþykktu 100% verkfallsboðun í báðum atkvæðagreiðslum

Þátttaka var mjög góð í öllum sveitarfélögum eða frá 72 til 90%

Verkfallsboðun þessi nær til starfsfólks leik- og grunnskóla, frístundaheimila, mötuneyta og hafna í sveitarfélögunum.

„Félagsfólk okkar virðist hafa verið löngu tilbúið í verkföll, fólk ætlar ekki að láta þetta misrétti yfir sig ganga ofan á allt og er tilbúið til að leggja niður störf til að knýja fram réttláta niðurstöðu“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um kosninguna. „Sveitarfélögin hafa þó enn tækifæri til að sjá að sér og koma til móts við starfsfólk sitt en hingað til hefur samningsviljinn verið enginn,“ sagði Sonja.

Yfir 1500 BSRB félagar leggja því að óbreyttu niður störf í maí og júní hjá tíu sveitarfélögum. Gangi ekki að semja verður gripið til enn frekari aðgerða. Ljóst er að verkföllin munu hafa veruleg áhrif á leik- og grunnskóla, frístundarmiðstöðvar og hafnarstarfsemi.

Frétt af vef BSRB.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí