„Hann liggur hér eins og hráviði fyrir utan gistiskýlið á Granda núna

„Við erum stödd hér í Grandaskýlinu og það eru búnar að vera ýmsar fréttir undanfarna daga um það að það séu úrræði og annað sem sé verið að setja upp. Voðalega fögur orð og allt í gangi. Eins og staðan er, svona raunverulega, þá er hún eins og við sjáum hér. Með mann, félaga okkar, sem hefur verið með okkur hérna á gistiskýlinu í smá tíma. Hann er í banni frá báðum skýlum, þannig að hann hefur þurft að sofa úti á götunni í töluvert langan tíma og liggur hér eins og hráviði fyrir utan gistiskýlið á Granda núna.“

Þetta segir Ragnar Erling Hermannsson í myndbandi sem hann birtir á Facebook. Ragnar hefur undanfarið barist fyrir hagsmunum heimilislausra á Íslandi og vakið athygli á slæmri stöðu þeirra. Ragnar heldur áfram í myndbandinu:

„Það er algjört úrræðaleysi í gangi og það sem meira er líka, er það að það komu fréttir um að smáhýsin sem er búið að reisa í Laugardal, ástæðan fyrir því að okkur hefur lengi bara langað að fara þangað inn og búa er sú að þessi smáhýsi hafa staðið nú vikum saman tóm og mannlaus. Ég komst að því í gær hjá Félagsmálastofnun að úthlutunardagur þessara smáhýsa á að fara fram núna í júní, eftir mánuð. Þannig að ég veit ekki alveg hver forgangurinn er, eða hver ástæðan er fyrir því að láta okkur bíða enn þá, og enn þá lengur eftir lífsgæðum. Nei, ég held að það megi ekki bíða mikið lengur. Við erum að bíða eftir því að það gerist eitthvað. En á meðan viljum við sýna ykkur nákvæmlega hver staðan er hjá Reykjavíkurborg og heimilislausum. Svona er staðan, það er ekkert í gangi.“

Ragnar segir í texta sem fylgir myndbandinu að það hafi verið tekið upp fyrir viku. Síðan þá hafi hann rætt við Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, formann velferðarráðs Reykjavíkur.

„Þetta myndband er viku gamalt en eftir þennan atburð heyrði ég í Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, formanni velferðarráðs Reykjavíkur, og sagði henni að ég væri með félaga minn í fanginu nær dauða en lífi … En þetta er staðreynd … Mönnum er sannarlega úthýst algjörlega af skyldum borgarinnar svo standa smáhýsi tilbúin til notkunar óhreyfð svo mánuðum skiptir! Við erum komin með ógeð á vanvirðingu og þjófnaði á lífsgæðum sökum pappírsvinnu og sérhagsmunafólks úti í bæ. Eins og ég sagði henni Heidu: „Ekki dugleg stelpa !!!“

Hér fyrir neðan má sjá myndband Ragnars.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí