Helmingur einstæðra mæðra neyðast til að taka ránlán

Þriðja hver einstæð móðir, tæplega 33 prósent, hefur neyðst til að biðja vini og vandamenn um lán. Fjórði hver einstæður faðir hefur þurft að gera það sama. Þetta kemur fram í skýrslu Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðsins, um stöðu launafólks á Íslandi.

Hér fyrir neðan má sjá töflu sem sýnir hlutfall launafólks sem er með yfirdrátt, smálan, bílalán, önnur skammtímalán eða lán hjá vini/fjölskyldumeðlim eftir kyni og fjölskyldustöðu. Áberandi er að hlutfall foreldra er áberandi meira en hjá þeim barnlausu. Hæst er hlutfall einstæðra mæðra sem er með yfirdrátt (46,2%), smálán (17,2%) og lán hjá vini eða fjölskyldumeðlim (32,7%). Um helmingur einstæðra mæðra eru með yfirdráttalán, meðan hlutfallið er um 30 prósent hjá barnlausu fólki.

Tvisvar sinnum fleiri einstæðar mæður hafa neyðst til að taka smálan, um 17 prósent, miðað við barnlaust fólk, um 7 prósent. Almennt má segja að smálán séu verstu lán sem hægt er að taka, í raun ránlán, með svívirðilega vexti.

Það er ein tegund skammtímalán þar sem einstæðar mæður eru áberandi færri en almenningur, bílalán. Fjórðungur þeirra, um 26 prósent, eru með bílalán meðan hlutfallið nálgast helming hjá fólki í sambúð með börn, um 42 prósent. Líklegasta skýringin á því er að einstæðar mæður hafa ekki efni á því að reka bíl.

Hér má lesa skýrslu Varða um stöðu launafólks á Íslandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí