Húsaleiga sem hlutfall af fasteignaverði sextíu prósent hærri á Íslandi en á meginlandinuVefurinn Global Property Guide gaf nýlega út samantekt á fasteignamörkuðum í Evrópu. Var safnað saman gögnum um fermetraverð á fasteignamörkuðum og meðal-húsaleigu í löndunum á meginlandinu. Þegar þær tölur eru keyrðar saman kemur í ljós að húsaleiga sem hlutfall af kaupverði fasteigna er sextíu prósent hærri á íslandi en að meðaltali í Evrópu.

Hlutfall húsaleigu á 80-120 m2 íbúð af fermetraverði í sömu íbúð er þrjátíu og átta prósent á Íslandi. Meðaltalið á meginlandinu er hinsvegar einungis tuttugu og þrjú prósent.

Þrátt fyrir þessa staðreynd þá kom Kári S. Friðriksson hagfræðingur Húsnæðis og mannvirkjastofnunar nýlega fram í viðtali á mbl.is og hafði þetta að segja um hlutfall húsaleigu af fasteignaverði „leigu­verð hafi aldrei verið lægra í hlut­falli við fast­eigna­verð„. Gunnar Þór Gíslason stjórnarformaður og einn eiganda Ölmu leigufélags hefur svo verið duglegur við að enduróma ummælin sem hann lítur á sem stuðning við hækkunarbylgju leigufélagsins.

Með þessu háa hlutfalli húsaleigu af fasteignaverði þá skipum við okkur í hóp fjögurra annarra ríkja þar sem meðaltalið er um og yfir fjörutíu prósent, en það eru Svartfjallaland, Moldóva, Litháen og Rúmenía.

Hér er hægt að sjá listann en í hann vantar tvö lönd sem við berum okkur gjarnan saman við eða Írland og Finnland:

LandFermetraverð €Húsaleiga €Hlutfall
Montenegro1,40063345.21%
Moldova96539240.62%
Lithuania2,16387840.59%
Romania1,70161736.27%
Ísland4,1861,57737.67%
Denmark4,2791,51635.43%
Portugal3,8301,24332.45%
Poland2,79386530.97%
Belgium3,17195630.15%
Slovak Rep.2,91181628.03%
Croatia1,97854027.30%
Bulgaria1,66345027.06%
Estonia3,19084226.39%
Latvia2,78969024.74%
Spain4,9781,22924.69%
Monaco44,52210,80024.26%
Serbia2,23952523.45%
Netherlands6,9021,53022.17%
Sweden6,9911,51821.71%
Greece3,61973520.31%
North Macedonia1,13423020.28%
Slovenia3,65771619.58%
Germany5,9071,14519.38%
Italy6,5891,23718.77%
Hungary2,51545418.05%
Norway8,2811,27815.43%
Ukraine2,80741514.78%
Czech Rep.6,68892813.88%
Switzerland13,2801,71412.91%
Austria9,6091,16112.08%
France12,7961,44111.26%
Russia6,3056029.55%
UK21,1791,9999.44%
Turkey4,5814189.12%
Meðaltal23.65%

Heimildir:

https://www.globalpropertyguide.com/Europe/Denmark/square-meter-prices
https://www.globalpropertyguide.com/Europe/rent


Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí