Íslendingar reyktu og drukku talsvert minna í fyrra – Milljarða samdráttur hjá ÁTVR

Sala á áfengi hjá ÁTVR dróst saman um ríflega 8 prósent í fyrra. Sala á tóbaki dróst enn meira saman. Um 15 prósent færri vindlingar og um 24 prósent minna neftóbak var selt árið 2022. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi ÁTVR.

Það er þó varla tilefni til að hrósa þjóðinni fyrir heilbrigðara líferni, því árin tvö á undan, 2020 og 2021, var sprenging í sölu á þessum vímuefnum. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, orðaði það svo í ársreikningnum: „Á árinu 2022 verður rekstrarumhverfið aftur eins og var á árunum fyrir covid. Afkoma var umfram áætlun og nam hagnaður ársins 877 m.kr.“

Árið 2019 voru tæplega 23 þúsund lítrar af áfengi seldir. Ári síðar snarhækkaði salan og fór í tæplega 27 þúsund lítra. Árið 2021 minnkaði salan örlítið, en var þó ríflega 26 þúsund lítrar. Líkt og fyrr segir dróst salan saman í fyrra, en rétt ríflega 24 þúsund lítrar voru seldir árið 2022.

Ástæðulaust er þó að hafa áhyggjur af rekstri ÁTVR. „Viðskiptavinafjöldi Vínbúðanna var 5,2 milljónir sem eru 5,3% færri viðskiptavinir en árið á undan. Eignir námu 8.833 m.kr, skuldir voru 1.886 m.kr. og eigið fé nam 6.947 m.kr. í árslok 2022. Greiddur var 500 m. kr. arður í ríkissjóð,“ segir Ívar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí