Kjarasamningar undirritaðir við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Samkomulag um framlengingu og breytingu á kjarasamningi milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og SFV, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, var undirritað um kl. 10.30 í dag.

Kynningarfundur um kjarasamninginn verður haldinn á Teams þriðjudaginn 16. maí kl. 13:00 og miðvikudaginn 17. maí kl. 10:00.

Um leið og fyrri kynningarfundurinn hefst verður opnað fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn og mun kosningin standa yfir til kl. 12 föstudaginn 19. maí. Kosning fer fram með rafrænum hætti inn á Mínum síðum og þar mun félagsfólk einnig geta nálgast samninginn undir Mín kjör.

Tenglar á Teams fundina verða sendir í tölvupósti í dag til félagsfólks í Sameyki sem starfar hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí