Leiguíbúðir orðnar 30% af húsnæðiskerfinu

Það má sjá af svari Sigurður Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson að séreignarstefnan svokallaða er að falla. Á tiltölulega skömmum tíma hefur þeim fjölskyldum fækkað sem eiga íbúð en leiguíbúðum fjölgað.

Í svarinu kemur fram hvernig íbúðir á landinu skiptast milli þeirra einstaklinga sem eiga eina eða fleiri íbúðir og svo lögaðila:

Fjöldi eignaFjöldi íbúðaHlutfall af heild
192.85960,9%
222.76914,9%
37.2914,8%
42.1281,4%
5 eða fleiri1.2910,8%
Lögaðilar26.07417,1%
Alls:152.412100,0%

Þarna sést að tæplega 61% af íbúðunum eru í eigu fjölskyldna sem eiga eina íbúð. Þetta eru um 93 þúsund heimili. Allt að 14.600 einstaklinga eiga síðan fleira en eina íbúð, saman hátt í 19 þúsund íbúðir sem eru líklega flestar á leigumarkaði, í skammtímaleigu eða til lengri tíma.

Þessu til viðbótar eru síðan um 26 þúsund íbúðir í eigu fyrirtækja og félaga, sem ætla má að séu flestar í útleigu. Það eru því samtals um 45 þúsund íbúðir á leigumarkaði.

Einföld mynd af fjölskyldum á húsnæðismarkaði væri þá svona:

Fjölskyldur sem búa í eigin íbúð: 93 þúsund
Fjölskyldur sem búa í eigin íbúð en eru líka leigusalar: 14.600
Fjölskyldur sem er leigjendur: 45 þúsund

Fjöldi heimila á Íslandi er 159 þúsund samkvæmt Hagstofu, nokkuð hærri en samtalan af þessari skiptingu sem ráða má af svari Sigurðar Inga. En að öllum líkindum raskast ekki skiptingin á húsnæðismarkaði þótt betur verði talið.

Um 61% eru venjulegir íbúðareigendur sem skulda mismikið í húsum sínum. Tæp 10% búa í eigin íbúð en leigja líka aðrar íbúðir, eiga fleira en eina íbúð. Og rúm 29% eru á leigumarkaði. Gegn eigin vilja, eins og fram hefur komið í öllum könnunum.

Af leigusölunum eru flestir sem eiga eina aukaíbúð, um 11.400. En um 3.200 eiga tvær aukaíbúðir eða fleiri. Erfitt er að áætla hversu margir eiga þá 1.291 íbúð sem er í eign þeirra sem eiga fimm aukaíbúðir eða fleiri, líklega er það tæplega 200 manna hópur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí