Leigumarkaðurinn á Íslandi er manngerð fátæktargildra

Leigumarkaðurinn á Íslandi skapar og viðheldur fátækt á Íslandi. Staðan á húsnæðismarkaðnum er einn helsti áhrifaþáttur í fátækt fjölskyldna og einstaklinga hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samtak leigjenda á Íslandi, Staðreyndir um íslenskan leigumarkað.

Í skýrslunni segir að hlutfall leigjenda með íþyngjandi húsnæðiskostnað hafi verið um 27 prósent í árslok 2022. Árið 2016 var sama hlutfall einungis um 7 prósent. Í fyrra borguðu leigjendur að meðaltali  um 44 prósent af ráðstöfunarfé í húsaleigu.

Einnig kemur fram í skýrslunni að Ísland stendur sig afar illa hvað þetta varðar í samanburði við önnur lönd. Hlutfall íþyngjandi húsnæðiskostnaðar leigjenda á Íslandi er það fimmta hæsta af aðildarríkjum OECD.

Vitnað er í skýrslu velferðavaktarinnar, en þar segir: „Það að búa í leiguhúsnæði felur í sér auknar líkur á því að búa við fjárhagsþrengingar sem og að vera undir lágtekjumörkum að teknu tilliti til húsnæðiskostnaðar… ..Ísland er meðal landa þar sem húsnæðiskostnaður hefur einna mest áhrif á tekjufátækt barna hvernig sem á það er litið.”

Enn fremur vitna Samtök leigjenda á Íslandi í Vilborgu Oddsdóttur, talsmann hjálparstofnunar kirkjunnar. Hún segir: „Íþyngjandi húsaleiga er eitt stærsta áhyggjuefni fólks sem býr við fátækt á Íslandi, hvort sem það leigir á almennum markaði eða hjá sveitarfélögum.”

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí