Lilja kennir háum launum almennings um verðbólguna: „Mjög rausnarlegir kjarasamningar“

Lilja Alfreðsdóttir, Framsóknarkona og menningar- og viðskiptaráðherra, telur að laun almennings á Íslandi séu of há. Hún telur það vera eina helstu ástæðuna fyrir verðbólgunni á Íslandi. Þetta kom fram í viðtali við hana á Útvarpi Sögu í gær.

Lilja fullyrðir að hlutverk ríkisstjórnarinnar í núverandi ástandi sé að boða aðhald og því hafi verið boðaður nokkur hundruð milljóna niðurskurður í hennar ráðuneytum og öðrum ráðuneytum. Hún virtist gefa það í skyn að það þyrfti að skera niður enn frekar í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu. Enn að hennar sögn hafa útgjöld vaxið gífurlega.

Enn fremur gaf Lilja í skyn að ríkisstjórnin ætlaði ekkert að gera fyrir fólk sem glíma við miklar vaxtahækkanir, þar sem „ríkisstjórnin stjórni ekki peningastefnunni“. Lilja sagði svo: „Það sem peningastefnan er að fást við er í fyrsta lagi vinnumarkaðurinn og þessu háu raunlaun og mjög rausnarlegir kjarasamningar.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí