Nauðsynlegt að bæta þeim sem verst standa verðbólgukostnaðinn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér í vikunni reglubundnar skýrslu um stöðu mála á Íslandi. Og sjóðurinn er ekki ánægður með allt á Íslandi. Sjóðurinn er ekki ánægður með ríkisútgjöldin og er ekki ánægður með það að lágtekjufólkið sé ekki varið fyrir lífskjaraskerðingunni sem kemur þegar verðbólgan geisar.

Ásgeir Brynjar Torfason fór yfir málið í Rauða borðinu. „Mjög áhugavert að sjá hvað það kemur skýrt fram, áhersla á að það þurfi að gæta þess að ójöfnuðurinn, eins og við höfum nú nokkrum sinnum rætt hérna, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið að leggja áherslu á þetta alþjóðlega að það verði að gæta þess að vöxturinn sé inngildandi, inclusive growth, þannig að hann skilji ekki eftir hluta samfélagsins og já, það er beinlínis sagt þarna núna,“ sagði Ásgeir Brynjar.

„En þetta er eiginlega merkilegasti punkturinn er að þau eru leggja áherslu á að það þurfi að gæta þess núna þegar verðbólgan er komin og hún er orðin svo útbreidd. Hún er mjög há hérna. Þetta er sko kurteislega orðað. Maður verður að gæta að því. Þetta er á ensku. Þetta er svona staðla orðalag eins og yfirlýsingar peningastefnunefndar eða álitsgerðir fjármálaráð að að það getur verið mjög lítill núans sem felur í sér svolítið þung högg.“

Ásgeir Brynjar segir það mikilvægt að íslensk stjórnvöld taki eftir þessum harðorða ábendingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Fyrsti punkturinn, þetta með að það verði að gæta þess að ójöfnuðurinn og þessi verðbólgukostnaðurinn, að hann verði bættur þeim sem verst standa. Og það sem sjóðurinn er síðan að leggja áherslu á að það þurfi að draga úr ríkisútgjöldunum. Að það valdi því ekki að þeir sem verst standa, að þeim sé bættur skaðinn. Þetta er mikilvægt að íslensk stjórnvöld taki eftir þessum harðorður, leyfi ég mér að segja, ábendingum.“

Hér fyrir neðan má hluta á viðtalið við Ásgeir Brynjar í heild sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí