Ný Bandarísk rannsókn sýnir að hækkun lágmarkslauna skapar störf

Í Bandaríkjunum hefur lengi verið haldið því fram að hækkun lágmarkslauna sé ekki endilega góð fyrir láglaunafólk. Talið var að hækkun lágmarkslauna gæti hjálpað einhverju láglaunafólki en að yfir heildina litið myndi slíkt koma í veg fyrir að verkafólk fengi vinnu þar sem kapítalistarnir sæju sér ekki hag í því að ráða fólk sem gæti ekki framleitt verðmæti sem duga laununum. Því var sagt að með hækkun lágmarkslauna væri komið í veg fyrir sköpun nýrra starfa sem annars yrðu í boði. 

Grein unnin úr frétt Intelligencer um rannsóknina.

Skoðanagreinar hagsmunaaðila frá byrjun síðasta áratugar sýna þær áhyggjur sem þeir höfðu á sínum tíma, hækkun launa myndi leiða til hraðari þróunar sjálfvirknivæðingar og loka á möguleika nýgræðinga til að fá störf. „Segið bless við nýgræðingana og hæ við viðvarandi atvinnuleysi yfir 10%” sagði Michael Saltsman, hagsmunaaðili, í skoðanagrein frá 2010. 

Á þeim þrettán árum sem hafa liðið frá þeirri staðhæfingu Saltsman hafa fjölmörg fylki í Bandaríkjunum hækkað lágmarkslaun umtalsvert. Kalifornía hefur til dæmis hækkað lágmarkslaun um 56%  (stjórnað er fyrir verðbólgu). New York hefur hækkað sín lágmarkslaun um 72%.

Hverjar voru afleiðingarnar af þessum hækkunum? Ný rannsókn frá hagfræðingum við Háskólann í Kaliforníu, Berkeley, sýndi fram á þveröfug áhrif. Rannsóknin skoðaði 47 stór héröð í Bandaríkjunum þar sem lágmarkslaun hafa verið hækkuð í 15 dollara eða meira og báru þau saman við héröð sem hafa ekki hækkað lágmarkslaun síðan 2009. Þau skoðuðu sérstaklega skyndibitastaði en rökin sem talin voru upp hér fyrir ofan voru gjarnan notuð í samhengi við skyndibitastaði. 

Rannsóknin dregur út þátt launahækkana í því að skapa eða fækka störfum og passaði að aðrir þættir væru ekki að hafa áhrif á rannsóknina. Niðurstöðurnar sýndu fram á að hækkun lágmarkslauna hafði í för með sér umtalsverða fjölgun starfa, þvert á áhyggjur atvinnurekenda síðasta áratuginn. Það kemur í ljós að í stað þess að neyðast til þess að skera niður, hækka verð eða sjálfvirknivæða eiga fyrirtækin fyrir þessum hækkunum en neyðast einungis til að taka ögn af þeim hagnaði sem þau greiða til eigenda sinna og færa hann til starfsmanna. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí