Ögmundur kallar eftir stuðningi

Heimspólitíkin 15. maí 2023

Ég hvet alla sem eiga heimangengt að leggja leið sína í Þjóðmenningarhúsið/Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík næstkomandi miðvikudagsmorgun klukkan 11.

Þarna fer fram opinn fréttamannafundur, sem ekki stendur lengur en í klukutíma og helst með nærveru sem flestra sem þannig sýndu hug sinn til mannréttindabrota sem framin eru á Kúrdum Tyrklandi. Þar sitja tugþúsundir manna í fangelsi vegna skoðana sinna. Yfirgnæfandi líkur eru á því að pólitískur fangi í Tyrkandi sé Kúrdi.

Í nýafstaðinni Tyrklandsför minni ræddi ég ásamt félögum mínum við fulltrúa mannréttindasamtaka og einstaklinga sem brotið hafði verið á. Þar á meðal voru mæður sem leituðu sona og eiginmanna sem horfið höfðu sporlaust og fangar nýkomnir úr fangelsi sumir eftir þrjátíu ár á bak við lás og slá. Hver maður hugleiði hvað hafi drifið á hans daga síðan 1993. Þessum tíma í ævi þessra manna var stolið frá þeim.

Nærværa okkar sem flestra á opna fréttamannafundinum á miðvikudag er stuðningur við mannréttindi.

Gætið að því  að reyna að koma tímanlega því tafir kunna að vera vegna umferðartálmana vegna leiðtogafundarins í Hörpu.

Frétt af vef Ögmundar.   

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí