Ríkislögreglustjóri skoðar undanþágu vegna verkfalls BSRB

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, segir að það sé til skoðunar að sækja um undanþágu vegna verkfalls BSRB. RÚV greinir frá þessu. Ríflega 1.500 félagsmenn BSRB munu leggja niður störf um miðjan mánuð, fyrst og fremst starfsmenn leik- og grunnskóla.

Verkfallið er boðað um svipað leyti og leiðtogafundur Evrópuráðs fer fram í Reykjavík. Karl Steinar segir að það komi illa við lögreglumenn sem sinna löggæslu í tengslum við fundinn. Hann segir að ríkislögreglustjóri hafi ekki enn sótt um undanþágu en það sé til skoðunar.

„Því vissulega er það þannig að mjög margir okkar starfsmenn sem eru að taka þátt í þessum undirbúningi og framkvæmd eiga börn og búa á þessu svæði svo það er alveg ljóst að þetta er ekki að hjálpa okkur neitt og við erum að skoða það hvernig við getum mætt því,“ segir Karl Steinar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí