Segir lán banka ekki fara í réttu hlutina

Bankakerfið 21. maí 2023

„Vandamálið er í stuttu máli að útlán bankanna eru að þenjast of mikið og of hratt út til rangra aðila. Síðasta árið hafa þau þanist út um 400 milljarða, þar af 220 til atvinnufyrirtækja. Þetta er of mikið og of hratt,“ skrifar Ólafur Margeirsson hagfræðingur á síðu sína á Patreon.

„Á sama tíma eru lánin ekki að fara í réttu hlutina, það þarf að beina þeim sérstaklega í hluti þar sem lánin eru nýtt til fjárfestingar sem ýtir undir framleiðslugetu hagkerfisins sem aftur dregur úr verðbólguþrýstingi,“ skrifar Ólafur.

Og segir að augljósasta dæmið séu byggingaverktakar sem hafa séð sín lán aukast um 58 milljarða síðasta árið sem sé rétt nóg til að lyfta þeim á svipað stig af útistandandi lánum og þeir voru með fyrir COVID.

„Munið að því meira sem byggingarverktakar fá lánað, því meira byggja þeir og því minni verður verðlagsþrýstingurinn á fasteignamarkaði,“ skrifar Ólafur. „Samdrátturinn í lánum til byggingarverktaka hefði aldrei átt að gerast og það var m.a. vegna hans, sem og gríðarlegra lánveitinga bankanna til heimila, sem bjó til skortinn á fasteignum í dag. Og þessi skortur á fasteignum er enn að þrýsta verðlagi upp á við.

Útlán banka skipta nefnilega máli, ekki bara hversu mikil þau eru heldur einnig í hvað þau fara. Það er svo rannsóknarverkefni út af fyrir sig hvers vegna vaxtahækkanir Seðlabankans eru ekki að draga úr þessari lánaútþenslu.“

Ólafur ræddi áhrif útlána bankanna á verðbólgu við Rauða borðið fyrir skömmu:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí