Sér ekki fyrir endann á verkföllum í Hollywood

Heimspólitíkin 16. maí 2023

Rithöfundar og fyrirtækin sem þeir starfa hjá standa órafjarri hvor öðru á mörgum atriðum, launum þar á meðal. Verkfallið gæti staðið yfir í marga mánuði. New York Times greinir frá þessu.

„Öll von um að þessu lyki fljótt er horfinn,” segir Tara Kole, einn stofnenda lögmannsstofunnar JSSK en skjólstæðingar stofunnar eru meðal annars Emma Stone, Adam McKay og Halle Berry. „Mér leiðist að segja það, en þetta mun taka sinn tíma.”

Rithöfundasamband Bandaríkjanna (e. Writers Guild of America), sem telur um 11,500 félaga, hóf verkföll í þar síðustu viku eftir að viðræður þeirra við framleiðslufyrirtækin, streymisþjónustur og sjónvarpsstöðvar flosnuðu upp. Doug Creutz, greinandi hjá fjárfestingabankanum TD Cowen, sagði skjólstæðingum sínum að langdreginn verkföll séu líkleg. Hann telur að verkföllin muni vara í þrjá mánuði eða meira og muni líklega hafa áhrif á Emmy verðlaunaafhendinguna sem verður í september og fresta sjónvarpsþáttum sem búist er við í haust.

W.G.A (Writers Guild of America) hefur sagt að þau muni vera í verkfalli eins lengi og þau þurfa til að ná fram kröfum sínum. „Það hefur sýnt sig í vikunni, finnst mér, akkúrat hversu ákveðnir rithöfundar eru um þetta.” sagði Chris Keyser, sem situr í samninganefnd W.G.A. „Þau munu áfram láta heyra í sér þar til eitthvað breytist því þau eiga ekki efni á öðru”.

Báðar hliðar í deilunni fara fram á að hin hliðin gefi eftir svo það sé hægt að setjast aftur við samningaborðið. Fjölmiðlafyrirtækin hafa hafið viðræður við verkalýðsfélag leikstjóra (e. Directors Guild of America) en samningar þeirra renna út 30. júní. Líkt og rithöfundarnir fara leikstjórarnir fram á launahækkanir og sérstaklega að þeir fái meira af stefgjöldum fyrir verk sín. Með tilkomu streymisveitanna hafa rithöfundar og leikstjórar fengið mun minna úr slíkum stefgjöldum.

Rithöfundar vilja einnig að stórfyrirtæki líkt og Netflix geri kerfislægar breytingar á rekstri sínum sem hefur í síauknum mæli færst yfir í „gig-economy” módel þar sem rithöfundar fá vinnu í mjög stuttan tíma, leggja fram hugmyndir og eru svo reknir, jafnvel þótt handrit þeirra séu samþykkt. Fyrirtækin taka þetta ekki til greina en barátta rithöfunda og leikstjóra fyrir sanngjörnum kjörum heldur áfram.

Rithöfundar fara einnig fram á að gervigreind sé ekki leyft að draga til sín greiðslur sem hafa áður farið til þeirra. Félag kvikmynda og sjónvarpsframleiðanda, sem semur við verkalýðsfélögin fyrir hönd fyrirtækjanna, segir þetta ekki koma til greina. „Gervigreind vekur upp erfiðar spurningar í skapandi greinum” sagði félagið en það hefur lagt til að árleg ráðstefna verði haldin um framfarir á sviðinu og hvað þær munu þýða fyrir alla viðkomandi. „Þetta er eitthvað sem mun krefjast mun meira samtals og við erum tilbúin í það”.

Félagar í W.G.A taka fram að þetta sé nákvæmlega það sem þeim var lofað um þróun Internetsins árið 2007 en svo hafi þróunin orðið of hröð til þess að hægt væri að grípa inn í. Fyrirtækin komu vel út úr þeirri þróun á margan hátt á kostnað rithöfunda.

Verkföllin munu hafa mikil áhrif á sjónvarpsstöðvar og kvikmyndir en neytendur munu ekki taka eftir miklu í fyrstu vegna þess að fyrirtækin sitja á mikið af efni sem hefur nú þegar verið framleitt. Rithöfundar í verkfalli hafa talað um að stækka umsvif aðgerðanna og íhuga að mótmæla fyrir utan heimili forstjóranna. Einnig eru þau að hvetja fólk til þess að hætta áskrift sinni hjá streymisveitunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí